Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 49
Kdta Lovísa
og þú mátt ekki svíkja mig eða fara á bak við mig, jafnvel þó þú getir
ekki elskað mig, bara af þakklátsemi, aðeins af þakklátsemi ... ég kem
til að biðja þig um þetta, eins innilega og mér er unnt.
Slíkar ræður enduðu venjulega með því, að málflutningsmaðurinn fór
að gráta, lágt og beisklega. En þá varð Amra snortin, strauk með lófanum
yfir hártoppana á höfði manns síns og endurtók hvað eftir annað í lang-
dregnum, spottandi gæluróm, líkt og maður talar við hund sem komið
hefur til að sleikja fæmr manns:
„Sona! ... Sona! ... Greyið mitt ...!”
Þessi hegðun Omru sómdi vissulega ekki góðri og siðsamri konu. Enda
verður ekki lengur undan vikist að ég skýri frá leyndarmáli sem ég hef
hingað til þagað yfir, nefnilega því, að hún lét mann sinn ekki einhlítan,
en hélt fram hjá honum með manni að nafni Alfreð L'áutner. Þetta var
ungt og efnilegt tónskáld, innan við þrítugt og hafði þegar aflað sér álit-
legrar frægðar fyrir stuttar og fjörugar tósmíðar - grannur maður með
djarfmannlegt andlit og ljóst iiðað hár, glettnisbros í kankvísum augum.
Hann var úr hópi þeirra listamanna sem gera ekki meiri kröfur til sín en
það að hafa skáldskapinn sér til álitsauka í samkvæmislífinu og til að
magna persónutöfra sína - koma þá stundum fram í gervi hins barnalega
snillings. Þeir eru alúðlegir, ófyrirleitnir, sjálfumglaðir, og hégómaskapur
þeirra er í rauninni viðkunnanlegur meðan allt leikur í lyndi. En vei þess-
um litlu lukkuriddurum og leikurum, þegar ekki er lengur hægt að daðra
við örlögin, þegar raunveruleg ógæfa ber að dyrum og ekki er lengur hægt
að sýnast! Þeir kunna ekki að vera óhamingjusamir á sæmandi hátt. Þeir
kunna ekki að taka þjáningunni, og verða að gjalti - en það er önnur saga.
Herra Láutner samdi snotur lög, mest valsa og masúrka. Kátína þeirra
var að vísu of hversdagsleg til að hægt væri að kalla þetta góða músík,
en þó brá fyrir á stöku stað lagboða eða stefi, sem bar vitni um spaug-
greind eða hugvitsemi. Og þrátt fyrir alla tilgerðina kom fyrir einn og
einn taktur sem túlkaði angurværð og alvöru mitt í gauragangi danshrynj-
andinnar.
Gagnvart þessum unga manni var Amra Jakoby upptendruð af forboð-
inni ástríðu og að sínu leyti var hann alltof siðferðislaus til að standa af
sér slíka freistni. Fólk rakst á þau hér og þar og allur bærinn vissi um
þetta ósæmilega ástabrall, nema auðvitað sjálfur málflutningsmaðurinn.
Sjálf var Amra of einföld til að hafa áhyggjur af slíku og því engin hætta á
að hún kæmi upp um sig. Og það skal ítrekað hér að þrátt fyrir allar
287