Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 49
Kdta Lovísa og þú mátt ekki svíkja mig eða fara á bak við mig, jafnvel þó þú getir ekki elskað mig, bara af þakklátsemi, aðeins af þakklátsemi ... ég kem til að biðja þig um þetta, eins innilega og mér er unnt. Slíkar ræður enduðu venjulega með því, að málflutningsmaðurinn fór að gráta, lágt og beisklega. En þá varð Amra snortin, strauk með lófanum yfir hártoppana á höfði manns síns og endurtók hvað eftir annað í lang- dregnum, spottandi gæluróm, líkt og maður talar við hund sem komið hefur til að sleikja fæmr manns: „Sona! ... Sona! ... Greyið mitt ...!” Þessi hegðun Omru sómdi vissulega ekki góðri og siðsamri konu. Enda verður ekki lengur undan vikist að ég skýri frá leyndarmáli sem ég hef hingað til þagað yfir, nefnilega því, að hún lét mann sinn ekki einhlítan, en hélt fram hjá honum með manni að nafni Alfreð L'áutner. Þetta var ungt og efnilegt tónskáld, innan við þrítugt og hafði þegar aflað sér álit- legrar frægðar fyrir stuttar og fjörugar tósmíðar - grannur maður með djarfmannlegt andlit og ljóst iiðað hár, glettnisbros í kankvísum augum. Hann var úr hópi þeirra listamanna sem gera ekki meiri kröfur til sín en það að hafa skáldskapinn sér til álitsauka í samkvæmislífinu og til að magna persónutöfra sína - koma þá stundum fram í gervi hins barnalega snillings. Þeir eru alúðlegir, ófyrirleitnir, sjálfumglaðir, og hégómaskapur þeirra er í rauninni viðkunnanlegur meðan allt leikur í lyndi. En vei þess- um litlu lukkuriddurum og leikurum, þegar ekki er lengur hægt að daðra við örlögin, þegar raunveruleg ógæfa ber að dyrum og ekki er lengur hægt að sýnast! Þeir kunna ekki að vera óhamingjusamir á sæmandi hátt. Þeir kunna ekki að taka þjáningunni, og verða að gjalti - en það er önnur saga. Herra Láutner samdi snotur lög, mest valsa og masúrka. Kátína þeirra var að vísu of hversdagsleg til að hægt væri að kalla þetta góða músík, en þó brá fyrir á stöku stað lagboða eða stefi, sem bar vitni um spaug- greind eða hugvitsemi. Og þrátt fyrir alla tilgerðina kom fyrir einn og einn taktur sem túlkaði angurværð og alvöru mitt í gauragangi danshrynj- andinnar. Gagnvart þessum unga manni var Amra Jakoby upptendruð af forboð- inni ástríðu og að sínu leyti var hann alltof siðferðislaus til að standa af sér slíka freistni. Fólk rakst á þau hér og þar og allur bærinn vissi um þetta ósæmilega ástabrall, nema auðvitað sjálfur málflutningsmaðurinn. Sjálf var Amra of einföld til að hafa áhyggjur af slíku og því engin hætta á að hún kæmi upp um sig. Og það skal ítrekað hér að þrátt fyrir allar 287
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.