Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 15
Er vit í vísindum?
Þeir yðar sem átt hafa orðastað við talsmenn einhverra greina gervi-
vísinda munu kannast við að uppistaðan í málflutningi þessara talsmanna
er ávallt ein og söm við sig: hún er að segja sögur sem staðfesti eða sanni
kenningu þeirra. Þannig eru okkur sagðar sögur af lækningum fyrir handa-
yfirlagningu og öðrum fyrirburðum, sögur af frekju og yfirgangi Gyðinga
eða gáfnaskorti og siðleysi svertingja. Bða þá sögur sem eiga að sýna að
öll frávik mannlegrar breytni stafi af minnimáttarkennd eða hvernig rekja
megi allan ágreining í mannlegu samfélagi til stéttabaráttu. Allt eru þetta
kallaðar ,sannanir‘, stundum ,dásamlegar sannanir'. En þessi sögusafnsað-
ferð, sem er höfuðstyrkur gervivísindanna og rótin að sannfæringarmætti
talsmanna þeirra, er einmitt það einkenni þeirra sem varnar því að þau
geti talizt til vísinda og verðskuldi þar með að skynsamur maður geti borið
traust til þeirra. Til nánari skýringar segir Popper litla lífsreynslusögu.
Þótt hann sé eðlisfræðingur að mennt var hann um skeið aðstoðarmaður
Alfreds Adler, sálfræðingsins fræga. Einn góðan veðurdag árið 1919 gaf
hann Adler skýrslu um hugsjúkt barn sem Popper var ókleift að sjá hvernig
sálgreina mætti sem þjakað af minnimáttarkennd. En Adler var ekki lengi
að sálgreina barnið, sem hann hafði aldrei augum litið, í fullu samræmi
við kenningu sína. Popper brá - og hann spurði hvernig í ósköpunum
Adler gæti verið svona viss. ,Vegna þúsundfaldrar reynslu minnar,' var
svarið. ,Og nú er hún þúsund og einföld/ segist Popper hafa sagt.13
Meinið við gervivísindi er alls ekki það að þau hafi verið hrakin og
samt þráist menn við að halda tryggð við þau. Meinið er miklu fremur
hitt að þau eru oftast óhrekjanleg eins og kenning Adlers í dæmisögunni.
Talsmenn þeirra eru rökheldir eins og Adler vegna þess að þeim sem
sífellt leitar staðfestingar á skoðun sinni er í flestum tilvikum auðleikið að
finna hana. Maður sem breytir jafnan í samræmi við stjörnuspána í
Morgunblaðinu fær auðvitað dásamlegar sannanir fyrir áhrifum stjarnanna
á líf sitt upp á hvern einasta dag. Hann er sannur raunhyggjumaður. Hann
leitar staðfestingar - og finnur hana. Og það er eðlilegt að þeim fundi
fylgi nokkur hugljómun. Sum könnumst við ugglaust af eigin raun við þá
hugljómun sem það er að láta sannfærast um kenningu sem fá má stað-
festa eftir vild. Þá skiljum við mætavel hvað Kristinn E. Andrésson á við
þegar hann segir um sinnaskipti sín til sögulegrar efnishyggju: „Allt varð
mér ljóst af bragði, hugur og heimur, sagan og mannfélagið, þróun þess
og markmiðin framundan."14
Nú er ekki ósennilegt að maður sem látið hefur sannfærast um óhrekj-
253