Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 15
Er vit í vísindum? Þeir yðar sem átt hafa orðastað við talsmenn einhverra greina gervi- vísinda munu kannast við að uppistaðan í málflutningi þessara talsmanna er ávallt ein og söm við sig: hún er að segja sögur sem staðfesti eða sanni kenningu þeirra. Þannig eru okkur sagðar sögur af lækningum fyrir handa- yfirlagningu og öðrum fyrirburðum, sögur af frekju og yfirgangi Gyðinga eða gáfnaskorti og siðleysi svertingja. Bða þá sögur sem eiga að sýna að öll frávik mannlegrar breytni stafi af minnimáttarkennd eða hvernig rekja megi allan ágreining í mannlegu samfélagi til stéttabaráttu. Allt eru þetta kallaðar ,sannanir‘, stundum ,dásamlegar sannanir'. En þessi sögusafnsað- ferð, sem er höfuðstyrkur gervivísindanna og rótin að sannfæringarmætti talsmanna þeirra, er einmitt það einkenni þeirra sem varnar því að þau geti talizt til vísinda og verðskuldi þar með að skynsamur maður geti borið traust til þeirra. Til nánari skýringar segir Popper litla lífsreynslusögu. Þótt hann sé eðlisfræðingur að mennt var hann um skeið aðstoðarmaður Alfreds Adler, sálfræðingsins fræga. Einn góðan veðurdag árið 1919 gaf hann Adler skýrslu um hugsjúkt barn sem Popper var ókleift að sjá hvernig sálgreina mætti sem þjakað af minnimáttarkennd. En Adler var ekki lengi að sálgreina barnið, sem hann hafði aldrei augum litið, í fullu samræmi við kenningu sína. Popper brá - og hann spurði hvernig í ósköpunum Adler gæti verið svona viss. ,Vegna þúsundfaldrar reynslu minnar,' var svarið. ,Og nú er hún þúsund og einföld/ segist Popper hafa sagt.13 Meinið við gervivísindi er alls ekki það að þau hafi verið hrakin og samt þráist menn við að halda tryggð við þau. Meinið er miklu fremur hitt að þau eru oftast óhrekjanleg eins og kenning Adlers í dæmisögunni. Talsmenn þeirra eru rökheldir eins og Adler vegna þess að þeim sem sífellt leitar staðfestingar á skoðun sinni er í flestum tilvikum auðleikið að finna hana. Maður sem breytir jafnan í samræmi við stjörnuspána í Morgunblaðinu fær auðvitað dásamlegar sannanir fyrir áhrifum stjarnanna á líf sitt upp á hvern einasta dag. Hann er sannur raunhyggjumaður. Hann leitar staðfestingar - og finnur hana. Og það er eðlilegt að þeim fundi fylgi nokkur hugljómun. Sum könnumst við ugglaust af eigin raun við þá hugljómun sem það er að láta sannfærast um kenningu sem fá má stað- festa eftir vild. Þá skiljum við mætavel hvað Kristinn E. Andrésson á við þegar hann segir um sinnaskipti sín til sögulegrar efnishyggju: „Allt varð mér ljóst af bragði, hugur og heimur, sagan og mannfélagið, þróun þess og markmiðin framundan."14 Nú er ekki ósennilegt að maður sem látið hefur sannfærast um óhrekj- 253
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.