Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 34
Tímarit Máls og menningar frá guði og prestinum. Það sem okkur vantaði voru sólböð í þessu sólar- lausa landi, Ijósböð í rafmagnsleysinu, vatnsböð í kulda þessa auma húss. Það er haldið að forfeður vorir hafi ætíð gengið þvegnir til matar og meðal húsanna á bæjum þeirra hafi verið eitt sem hét baðstofa. En nú var komin önnur öld, og jafnvel salernið var horfið. Það komst nú samt upp von bráðar, en var sett niður á býsna óhentugum stað, utar öllum stéttum, falið eins og mannsmorð, miðlungi vel hirt. Það kostaði oft að vaða í fætur að fara þangað. Aldrei hefur penpíuhátturinn lengra gengið en á þessum árum nýgengn- um undan Viktoríu Englandsdrottningu. Það gekk mannsmorði næst að láta sjást í fót, tunga mátti ekki sjást og varla tennur. Kvenfólkið átti að vera svo uppnumið af helgifínheitum, að gekk útþurrkun næst. Astin átti að vera yfirburða skír, og ekkert mátti gera af sér, enda held ég enginn hafi gert neitt af sér. Að minnsta kosti var ekkert gert af sér í skáldsög- unum, nema gifzt í sögulok. Þegar kvenfólkið, upplært í þessu, kom til okkar með rjóða vanga af göngu eða reið úti í gustinum, og fékk graut og stóru skeiðarnar djúpu til að borða með, þá ætlaði að fara illa. Því skeiðin gekk ekki inn í kirsi- berjamunninn hálflokaðan og grauturinn ekki heldur. Allar konur gengu þá í síðum pilsum, en stutt pils höfðu aldrei verið í tízku um allar aldir áður, og klæðnaðurinn var úr fínu efni fjarskalega óhentugur í íslenzkum veðraham og í þessu landi þar sem ekki voru til vegir eða stéttir og ekki farartæki nema hestar. Fótabúnaðurinn var ekki góður, svört stígvél reim- uð upp um leggina, en ekki nema til spari, kirkjuferða og slíks, en sokkar prjónaðir úr íslenzkri ull og hellulitaðir svartir, annars mórauðir eða gráir. Þegar þeir slitnuðu var prjónað neðan við í allt öðrum lit, neðanprjón- ingar gátu orðið marghöttóttir með tímanum. Síðu pilsin gátu orðið skörn- ug að neðan og blettótt uppum. Eg minnist þess ekki að þau væru þvegin, aðeins burstuð. Þau voru ætíð svört og unnin úr íslenzkri ull heima, ofin í vefstólnum stóra (eða afdönkuð klæðispils, fyrrverandi kirkjuferðapils). Við þessi pils var höfð svokölluð dagtreyja úr sirsi, ætíð blámynstruð, stundum slitin og karbætt. Utanyfir var höfð þríhyrna prjónuð. Islenzku skórnir voru oft illa gerðir, þeir skorpnuðu í þurrki og óðust út í vætu og slitnaði fljótt á þá gat. Þá voru þeir bættir og urðu við það hálfu verri en áður, héldu hvorki vætu né aur. Inn í þessi gömlu fátæktar- og óþrifnaðarvandræði komu svo fínheitin utan úr heimi og samrýmdust enganveginn, en urðu þó að vera. Því tízkan 272
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.