Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 38
einstæðu ljósi á tiltekið skeið vestrænnar en þó sérstaklega enskrar sögu; að mati Dasents svipaði lífinu á íslandi á tíundu öld til lífsins á Bretlandseyjum á sama tíma. Samanburður Dasents á Njálu og sagnfræðiritunum og aðrar viðlíka athugasemdir miða að því að skapa þýðingunni ný textatengsl í stað þeirra sem óhjákvæmilega glatast þegar texti er fluttur á milli menningarheima. Framandi verk er gert kunnuglegt með því að jafna því við þekkt rit eða hugmyndir. Þannig líkir Dasent Njálupersónum nokkrum sinnum við nafn- togaðar forngrískar hetjur; Flosi Skeggjason er til að mynda kallaður íslensk- ur Odysseifur.7 Slíkur samanburður helgast af almennum viðhorfum Breta til forngrískrar menningar en er jafnframt hluti flókinnar umræðu sem átti sér stað á nítjándu öld um kennslu fornmála. Dasent var þeirrar skoðunar að þekking á norrænni tungu, jafnvel fremur en þekking á grísku og latínu, væri hverjum menntuðum Breta nauðsynleg ef hann vildi þekkja til hlítar sitt eigið tungumál og norrænan uppruna.8 Hetjubókmenntir Bandaríkjanna { stað þess að rekja lengra þræðina sem liggja á milli The Story ofBurnt Njal og bresks samfélags á Viktoríutímanum langar mig að beina athyglinni að nýju að Heroes of Iceland eftir Allen French. Hún er endurritun á eldri þýðingu og flækir því frekar umræðu okkar um þýðingar og textatengsl. I íyrsta lagi mætti ræða hér um glötuð textatengsl, það er tengingar milli frumtextans og menningarheims íslenskra miðalda sem flestum bandarísk- um lesendum voru framandi. Líkt og Dasent, leggur French nokkra áherslu á að útskýra slík tengsl í inngangi, en hann fellir einnig burtu ýmis merki þeirra í útgáfu sinni. Skýrasta dæmið um þetta er niðurfelling ættartalna í Heroes of Iceland. Enda þótt French viðkenni að ættartölurnar hafi sögulegt gildi og að þær hafi þjónað sínum tilgangi á miðöldum, kemst hann að þeirri niðurstöðu að þær séu til óþurftar fýrir nútíma lesendur.9 í öðru lagi má huga að textatengslum The Heroes oflceland við The Story of Burnt Njal. Fullyrðing Juliu Kristevu um að sérhver texti sé „upptaka og umbreyting annars texta“ hæfir verki Allen French einkar vel. Texti hans er í raun ekki annað en röð tilvitnana í þýðingu Dasents. Hér og þar hefur French sleppt setningum, málsgreinum og jafnvel köflum og á stöku stað hefur hann endurraðað efninu (frásögnin hefst á sögu Gunnars, hjúskapar- saga Hallgerðar er ekki sögð fyrr en í öðrum kafla). Þessar breytingar miða að því að gera söguna líkari þeim frásögnum sem bandarískir lesendur áttu að venjast; útrýma endurtekningum og útúrdúrum og skerpa meginþráð 36 TMM 1995:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.