Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 46
Og svaraði með hægð: „Vertu ekki vitrari en kappa sæmir“ Bölvasmiður heimsins, sá slægi Loki er vitrari öllum mönnum og guðum Ásgarðs En af viti hans sprettur illskan ein ... Þetta upphaf segir margt um drögin í heild. Gorkíj hefur blaðað í tiltækum bókum, ívitnanir á spássíum vísa til bókar eftir franska sagnfræðinginn Augustine Thierie, „Saga landvinninga Normanna á Englandi“ sem út kom í Pétursborg 1868 og rits um víkinga eftir Svíann A. M. Stringholm, sem út kom í Moskvu 1861, þýtt úr þýsku.5 Úr þessum verkum tekur Gorkíj sitt af hverju og hristir það saman nokkuð svo frjálslega. Loki, Óðinn og Þór, Valhöll og önnur pláss úr goðafræðinni eru höfð á hraðbergi einkum til að ítreka eitt þema: að mann sem deyr á sóttarsæng mun sú illa gyðja dauðans, Gella (Hel) draga niður í myrkan Niflheim og þar mun hann skjálfa af kulda um eilífð meðan sannir kappar sitja veislu hjá Óðni og yljar frægðarlogi þeim um hjarta. Landaffæði leiksins er að öðru leyti mjög Heimskringluleg. Úlfar bóndi rekur fyrir mönnum frásögn af herferð þeirra Sveins goða í austurveg, til staða sem heita upp á norrænu „Gardarik“ og „Kenugard“ og „Miklagard" (sem Rússar kalla Tsargrad) en þar tekur við þeim Kirjalax keisari og berjast víkingar fyrir hann í þrjú ár þar til Sveinn fellur. Þess má geta að í frásögn sinni fer Úlfar háðulegum orðum um bæði Rússa og Grikki. Slavar eru bestu þrælar í heimi, segir hann, en Grikkir minna helst á svarta apaketti, sem frukta sig og bugta fyrir illum og slóttugum keisurum, líkustum páfuglum í oflæti sínu. Þessum textum tveim lýkur á því að nokkur ágreiningur verður með Úlfari og fvari syni hans um „gildismat“ eins og nú mundi sagt og verður að honum vikið síðar. Aðrir textar eru styttri og leyfa ekki að ráða í það hver skyldi verða framvinda leiksins. Nema hvað textar 10-13 geyma brot úr ræðum konu (Ingigerðar?) Fyrst brennur hennar „svívirta sál“ í eldi ófull- nægðrar hefndar: jarlinn Togir (Þorgeir?), „rauðhærður björn“, drap föður hennar þegar hún var „þrettán vora“ (ekki vetra) og fór höndum um brjóst hennar æpandi: „Engin epli eru þessum sætari“ (texti 10). En síðar (textar 12 og 13) virðist hún — eða önnur kona — hafa hefnt sín — og þá um leið „myrt ást sína“, rétt eins og kvæði Oscars Wilde um að „allir drepa yndi sitt“ hafi flækt sig inn í forn minni um Guðrúnu og Brynhildi, sem einnig eru nefndar í textabroti. 44 TMM 1995:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.