Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 8
6
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
bát niður eftir straumi. Tímann og breytingar þær, sem
hann hefur í för með sér, lítur skáldið eins og straum.
Vísa hans líður áfram eins og straumur, tær, samfelldur,
samræmur og hnökralaus; augljóslega frá upphafi til enda
ein heild. Ef litið er á einstakar setningar og orð vísunnar,
verður sama uppi á teningnum. Þar er ein líking, svo ein-
föld, að varla er tekið eftir henni: allt fram streymir. Allt
hitt er að skilja beint eftir orðunum. Og skáldið viðhefur
hin vanalegustu orð. Aðeins samsetningin hrímkalt er
skáldamálsorð.
Én tökum nú til samanburðar upphafið á kvæði Einars
Benediktssonar um Egil Skalla-Grímsson:
Taug-arnar þúsundir ísvetra ófu.
Ennið kvöldhimna skararnir hófu.
Vöðvanna mátt efldi kyn eftir kyn,
hjá kaldsóttri unn, undir þjótandi hlyn.
Og öld eftir öld grúfðu norðursins nætur
1 niðdimmum rjáfrum, þar vöggubörn sváfu,
og önduðu hörku í hverja sin,
en hlúðu um lífsmeiðsins rætur.
Án efa er vísa þessi ein heild, hún lýsir áhrifum náttúru
og kyns á söguhetjuna, en hér er hver málsgrein þó að
nokkru sjálfstæð heild með skýrri, mér liggur við að segja
höggþungri þögn á milli þeirra. Hver setning er heill heim-
ur, með sínum víðernum og takmörkum. í flestum vísu-
orðanna er eitthvert líkingamál: áhrif vetrarkulda árþús-
unda á taugakerfið er lýst svo, sem þúsundir ísvetra hafi
ofið taugarnar; kvöldhimna skararnir hófu ennið, norð-
ursins nætur grúfðu og önduðu og hlúðu. Það er sem hið
ósýnilega verði sýnilegt, hið óáþreifanlega áþreifanlegt:
ísveturnir verða að vættum, sem vefa taugarnar; svipur
kvöldloftsins ár eftir ár verður kvöldhimna skarar. Skáld-
ið hefur augljóslega yndi af að tengja hugmyndir, helzt
ekki allt of skyldar, saman; stundum tengir hann þær með
eignarfalli (þúsundir ísvetra, kvöldhimna skarar, vöðv-
anna máttur, norðursins nætur) — það var sannmæli,
þegar Einar var í háðkvæði einu kallaður skáldið eignar-