Skírnir - 01.01.1947, Side 94
92
Halldór J. Jónsson
Skírnir
Þessi stúlka var á barnsaldri, þegar þau kynntust fyrst,
og fékk hún mikið dálæti á Swift. Kynni þeirra urðu af-
drifaríkari en varði, því að Stella var ekki fyrr frumvaxta
en hún var alls hugar ástfangin af Swift. Um undirtektir
hans er allt á huldu, en að minnsta kosti var Stella skjól-
stæðingur hans alla tíð síðan. Þegar Swift tók við prest-
skap á írlandi um aldamótin 1700, fluttist hún með hon-
um þangað og hylltist til að búa í nágrenni við hann. Varla
hefði þetta þótt í frásögur færandi, ef ekki hefði komið
til sögunnar önnur stúlka, Esther (eða Hester) Vanhom-
righ (Vanessa). Henni fór líkt og Stellu, að hún fékk
ofurást á Swift, elti hann til Irlands og settist þar að. Var
nú séra Swift kominn í þær beyglur að vera umsetinn af
tveimur konum. En tvennum sögum fer um það, hvernig
hann hafi brugðizt við þessum vanda. Sumir álíta, að
hann hafi um þessar mundir kvænzt Stellu á laun sakir
afbrýðisemi hennar í garð Vanessu, en ekki verður það
sannað af skilríkjum. Árið 1728 hrakti hann Vanessu frá
sér með óvægilegum hætti, og sálaðist hún litlu síðar.
Stella lézt 5 árum eftir þessa atburði. Samband Swifts og
þessara kvenna hefur alltaf verið ráðgáta, og veit enginn,
hvern hug hann bar til þeirra í raun og veru. Bréf í dag-
bókarformi, sem Swift skrifaði Stellu og vinkonu hennar,
meðan hann dvaldist í Englandi árin 1710-13, hafa verið
gefin út undir heitinu Journal to Stella, en af þeim verður
lítið ráðið um tilfinningar hans.
Sagnir af þessum atburðum hafa snemma borizt Goethe
til eyrna, og hlutu þær að vekja sérstaka eftirtekt hans af
ýmsum orsökum. Sturm-und-Drang-skáldunum þýzku var
afar mikið í mun að fá afburðamanninn (,,séníið“) und-
anþeginn borgaralegu siðferði og gerðu sér mikið far um
að hefja tilfinningarnar til skýjanna á kostnað dyggð-
anna. Leikritið Stella, ein Schauspiel fiir Liebende er sam-
ið í anda þessarar hugsjónar og minnir töluvert á Leiden
des jungen Werthers, sem Goethe skrifaði nokkru fyrr.
Leikrit þetta fjallar um mann, sem er ofurseldur ást
tveggja kvenna. Hann elskar báðar og getur ekki valið