Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 228
226
Ritfregnir
Skírnir
villtu viljamagni sérvitringa og óreglumanna. Hún er svo sem
óskrifað blað í höndum leiðbeinandans Hermans Bangs, hún lendir
í trúlofunarstandi með hérvillingnum Gustaf Wied, giftist svo
óreglumanninum Otto Larssen, verður frá sér numin, þegar hún
sér Eleonoru Duse leika, en snýr baki við leikhúsinu, þegar hún
kemst undir áhrifavald norska prestsins Barratts, játar samt hrein-
skilnislega, að svo hefði ekki þurft að fara, ef hún hefði notið
handleiðslu manna með viðhorf til kristindóms og listar eitthvað
áþekkt því, sem Olfert Richard og Kaj Munk höfðu (bls. 95). Svo
að allt sé í tímaröð, má geta þess, að Eleonora Duse sneri baki við
leikhúsinu 1909 af heilsufarsástæðum — Anna Larssen sagði skilið
við leiksviðið sumarið 1910, en hafði tekið sinnaskiptum nokkru
fyrr.
Anna Larssen stóð á hátindi frægðar sinnar og listrænnar getu,
þegar hún tók sinnaskiptum. Afturhvarf hennar vakti mikið umtal
og þyt í blöðum og á mannfundum. Öldurnar voru ekki lægðar
1922, þegar ég kom til Kaupmannahafnar, ungur stúdent. Ekki
setti ég mig úr færi að heyra hana tala i „Pagnaðarerindishúsinu",
helgidóminum, en það verð ég að segja, að hún gerði ekki þau áhrif
á mig, þó að fögur væri hún sjálf og látlaust hennar tal, að ég haldi
þeim til jafns við áhrif hinnar beztu listar í leikhúsi. Þeirri hugsun
varð ekki varizt, að hún væri ekki á réttum stað innan um tungu-
talara og grátkonur. Bókin „Leikhús og helgidómur“ hefur styrkt
þessa hugsun. Þess vegna kann ég útgefanda þakkir fyrir bókina,
en undrast dirfsku hans. Þeir eru fæstir, sem skilja, að trúarleg
reynsla og listræn innlifun eru aðeins tvær hliðar á sama hlutnum:
lyfting hugans, uppstigning andans.
Hlutur þýðandans í þessári bók er hinn versti. Svo að segja á
hverri blaðsíðu gín við sjónum, að kastað hefur verið höndum til
verksins. Nafn leikkor.unnar er ýmist skrifað : Lársen eða Larssen,
sem er réttara, nöfn á leikritum eru ýmist þýdd eða látin halda sér
(„Over evne“, Um megn) og það sitt á hvað, rangstöfuð stundum,
Trilley í stað Trilby o. s. frv. Verri eru málleysur eins og „ég dugði
ekki til að ala upp barn“ (bls. 45). Aldönsku málskrúði bregður
fyrir: „Síðar gaf söðlasmíðameistari Halberg, sem amma okkar
giftist, litla drengnum hennar, Johan, sitt nafn“ (bls. 46). Allt er
þstta og margt fleira óvandvii'kni og hroðvirkni. Þýðandi getur
gert miklu betui’, en það er að þessu sinni dálítið villandi, þegar
segir í formála bókarinnar, að hann hafi „snúið bókinni á íslenzku
og gert það af snilld, sem lians var von og vísa“. L. S.
Eiríkur á Brúnum ---- FerSasögur, sagnaþættir, mormónarit Ei-
ríks Olafssonar bónda á Brúnum. Vilhjálmur Þ. Gíslason sá um út-
gáfuna. Isafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
„Lítil ferðasaga Eiríks Ólafssonar, er hann fór til Kaupmanna-