Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 160
158
Björn Sigfússon
Skírnir
Ótrúlegt hefur þótt, hve vopnaeign Norðlendinga var
þá mikil og almenn. Sú eign jók meir sjálfsálit en nokkr-
ar eignir aðrar og kann að vera meginskýringin á þeim
yfirlætisbrag, sem mörgum hefur síðar þótt landlægur í
fjórðungnum. Björn í Ögri, Stefán biskup og Ögmundur
biskup buðu út almenningi og fengu stóra herflokka, en
lítið er vitað um vopnin þar eða brynjurnar. Stundar-
stöðvun siðskiptanna, meðan Jón biskup lifði, var ef til
vill ekki merkasti árangur herbúnaðarins. Eftir lifði vit-
undin um það, að íslendingar hefðu átt að geta varðveitt
rétt sinn með vopnum um siðskiptin. Það, sem steypti Jóni
Arasyni og þjóðinni, voru svikin.
Yfir ísland lagðist veturinn, bjarnar nótt, sem kölluð
var, og þjóðin varð að híðbirni í dvala. Ólafur bóndi fann
sig feigan, lýkur kvæði með slitróttum hugsunum:
Annars heims ég ekki veit,
hvað ályktað er.
Brjótist þar við bragna sveit,
Byrgt er það fyrir mér.
I Hólakirkju hvilist nú
herrann, prýddur dáðum,
sæll og sterkur í sinni trú
með sínum örfum báðum,
allir í einum stað. . . .
Kæran ekki kallsi mig,
þó kvæðið sé ekki frótt.
Því valda fjúkin feiknarlig
og frostin um bjarnar nótt.
Einar Sigurðsson bjó á ýmsum stöðum nyrðra, en beztu
manndómsár sín prestur í Nesi í Aðaldal, hálfan þriðja
áratug, en það var bernskusveit hans. Tveim árum eftir
að Oddur sonur hans var vígður biskup, komst hann aust-
ur í Heydali og lifði langa og farsæla elli og er því löng-
um kenndur við síðasta aðsetur sitt, sem þá var tekið að
kalla Eydali.