Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 189
Skírnir
Byggð á Mýrdalssandi
187
ákaflega misjafnt, og það hefnir sín, ef ekki er tekið fullt
tillit til þess.
Ég tek nú til meðferðar hvern flokk heimilda fyrir sig,
og læt þar fylgja athugasemdir um gildi þeirra og hvað
af þeim verður ráðið, en ályktanir koma ekki fyrr en síð-
ar og smám saman. Fyrst tek ég til athugunar sagnir síð-
ari tíma manna; þær gefa yfirlit yfir það, hvernig þetta
horfði við þeim, sem fróðastir voru þá. En auðvitað má
búast við, að þau munnmæli, sem þessir menn studdust
við, hafi sömu annmarka og önnur munnmæli, að varhuga
verði að gjalda við að trúa þeim í öllu. Hætt er við, að hér
gæti t. d. mjög þess, sem víða má sjá, hneigðar til að
mikla fyrir sér það, sem fyrrum var. Því næst tek ég hin-
ar gömlu heimildir, sem eru fátæklegri, en yfirleitt áreið-
anlegar, þar sem allur þorri þeirra eru samtíðarheimildir.
Vitni þeirra er mjög merkilegt um marga hluti.
Jarðfræði forðast ég. Fróðir menn í þeirri grein verða
um þetta að fjalla, og vera má, að þeir geti gert sér mat
úr einhverju af því, sem hér er sagt.
III.
Um byggð á Mýrdalssandi í fornöld eru töluverð munn-
mæli frá seinni öldum. Elzt eru þau, það ég veit, sem
skráð eru af Árna Magnússyni eða fyrir hann. Er þar
fyrst upptalning á eyðijörðum í Álftaveri:
„Hofstaðir, þar fannst ketill með járnhöldu ærið þykk-
ur, gamall, fannst eftir hlaupið síðasta; item skulu Hof-
staða viðir nokkrir vera enn nú á Herjustöðum, qvod
tamen non credo [en því trúi ég þó ekki]. Dynskógar fyr-
ir norðan Herjustaði, Bonkanes, Dýranes, Litlaból, Sauð-
hellrar, Niðurföll, Staðarból, Litla-Hraun, Selhraun, Ósa-
bær, Mjóás, Birningur, Höllustaðir, Súrnahólar hjá Hof-
stöðum. Hofstaðir skal hafa verið stórt hverfi. Víða á
söndunum í Álftaveri sést til bæjarstæða, þar allt er upp-
blásið. Upp frá Álftaverinu í norður eru Loðinsvíkur;
þar skal og mikil byggð verið hafa. Fyrir ofan Loðins-