Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 179
Skírnir
Urn Skikkjurímur
177
Riddarasögur urðu höfðingjabókmenntir í Evrópu, enda
var það eðlilegt. Þær voru hárómantískar, fjölluðu um
yfirmannlegar verur, fríðar konur, dáðir riddara og kon-
ungaauð og veldi, og ævintýri þessi eru orðskrúðug og
mærðarmikil.
Á 13. öld var Hákon konungur Hákonarson að berjast
við að koma Evrópusniði og menningu á hirð sína í Nor-
egi. Einn þátturinn í þessari viðleitni konungs var sá, að
hann lét þýða á norræna tungu riddarasögur, og er mælt,
að konungi þætti sú lesning bezt. Hákon konungur hafði
sjálfur kynni af frönsku hirðlífi, og hirðgæðingar sóttu
hann heim og virðast hafa hugnað honum vel. Möttuls-
saga var ein sagna þeirra, sem þýddar voru fyrir Hákon.
Segir þýðandinn frá því í formála fyrir sögunni.
Sagan hermir gamansamlegan atburð, sem varð við
hirð Artús konungs. Hún segir frá töframöttlinum, sem
sýndi ótryggð meyja þeirra, er honum klæddust, við unn-
usta sína, — og sýndi þetta „með svá ferligum hætti, at
þannig mundi hann styttask, at hann birti með hverjum
hætti hver hafði syndgazk“.
Af Möttulssögu eru til allmörg handrit, heil og í brot-
um. Elzta handritsbrotið áleit Guðbrandur Vigfússon að
væri frá því um 1300. Á því er formáli þýðandans og upp-
haf sögunnar, en mjög máð.
Næst að aldri eru tvö brot af handriti frá lokum 14. eða
byrjun 15. aldar. Þaðan er handrit það runnið, sem aðal-
lega hefur verið farið eftir í útgáfum Möttulssögu, en það
er með vissu ritað af séra Jóni Erlendssyni í Villingaholti
(1632-1672). Hefur Möttulssaga snemma borizt til ís-
lands, ef treysta má því, sem segir um aldur handritanna.
Möttulssaga hefur tvisvar verið prentuð. Fyrst er út-
gáfa Cederschiölds 1877, en Gísli Brynjólfsson gaf hana
út ári seinna.
12