Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 139
Skírnir
Úr Samdrykkjunni
137
að hverfa; gleymska er sem sé þekkingarburthvarf, en
eftirhugsunin skapar aftur nýja þekkingu í þeirrar stað,
sem er á förum og bjargar hún þekkingunni, svo að hún
sýnist vera hin sama. Með þessum hætti varðveitist allt
hið dauðlega, ekki fyrir það, að það ávallt er og verður
hið sama eins og hið guðlega, heldur fyrir það, að hið burt-
hverfandi og gamlaða skilur eftir annað nýtt og sams kon-
ar og það var sjálft. Með þessum hætti, Sókrates minn!
mælti hún ennfremur, hefir hið dauðlega hlutdeild í ódauð-
leikanum, bæði líkaminn og allt annað, en öðruvísi orkar
það því ekki. Undrastu því ekki, þó sérhvað eina eftir eðli
sínu leggi rækt við sinn eiginn afspring, því ódauðleikans
vegna fylgir hverjum einum þessi ást og þessi ótrauða
ástundun.“
Þegar eg nú hafði heyrt þessa ræðu, þá dáðist eg að
henni og mælti: „Gott og vel, hávitra Díótíma! Er þessu
í sannleika þannig varið?“
Og hún svaraði eftir hætti hinna sönnu sófista: „Á það
máttu reiða þig, kæri Sókrates! Því viljirðu líta á metn-
aðargirni manna, þá mættirðu furða þig á óskynsemi
þeirra, ef þér ekki skilst til hlítar þetta, sem eg sagði,
jafnframt og þú hugleiðir með sjálfum þér, hve feikna-
lega áfjáðir þeir eru og elskir að því að ávinna sér nafn
og afla sér ódauðlegrar frægðar og hversu þeir fyrir þær
sakir eru reiðubúnir að voga sér í allar hættur, enda frem-
ur en fyrir börn sín og leggja fé í sölurnar, taka á sig
hvers konar þrautir og ganga út í sjálfan dauðann. Því
heldurðu,“ mælti hún, „að Alkestis mundi hafa dáið fyrir
Admetos eða Akkilles troðið helveg á eftir Patroklosi eða
hann Kódros ykkar stofnað sér í bana á undan sonum sín-
um til að afla þeim konungdóms, ef þeim hefði ekki geng-
ið til þess sú ætlun, að ódauðleg hetjuminning, sem við
líka nú höldum uppi, mundi lifa að þeim látnum? Nei,
fjærri fer því,“ sagði hún, „heldur vilja, að minni ætlun,
allir allt til vinna sakir hinnar ódauðlegu afreksfrægðar
og hins ágæta eftirmælis, og að því skapi fremur, sem