Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 135
Skírnir
Úr Samdrykkjunni
133
,,Eg er á þessu,“ svaraði eg, „að hún sé öllum sameigin-
leg.“
„Hvað kemur þá til þess, kæri Sókrates!" mælti hún,
„að við segjum ekki um alla, að þeir elski, úr því að allir
girnast hið sama og girnast það ávallt, heldur segjum við
um suma, að þeir elski, en ekki um suma?“
„Mig furðar líka á því sjálfan," sagði eg.
„Ekki skaltu furða þig á því,“ mælti hún, „því um leið
og við skiljum úr eina tegund ástarinnar, þá gefum við
henni nafn heildarinnar og köllum hana ást, en hinar aðr-
ar tegundir köllum við öðrum nöfnum.“
„Eins og til dæmis að taka?“ mælti eg.
„Eins og að tarna; þú veizt, að sköpun (roírai?) er
margvísleg; sérhver verkandi orsök þess, að eitthvað úr
ekki-veran gengur yfir í veran, er sköpun, svo að einnig
framleiðslur allra listanna eru skapanir (jtoifjaeig) og
meistararnir, sem að þeim vinna, skapendur (sköpuðir,
jroiT):aí).“
„Satt segir þú.“
„En þrátt fyrir það veizt þú,“ mælti hún, „að þeir eru
ekki kallaðir skapendur (jroipcaO, heldur nefnast þeir
öðrum nöfnum. Aðeins lítill hluti, sem snertir tónalist og
bragarhætti, er skilinn frá sköpuninni jtoíiia ) allri og
honum svo gefið heiti heildarinnar. Því þetta eitt er kall-
að sköpun, og þeir, sem fást við þenna litla hluta: skap-
endur (Jtointaí) “
„Alveg rétt,“ sagði eg.
„Þannig er það þá einnig með ástina, að eftirsóknin
eftir hinu góða og sælunni er aðalundirstaðan. En um þá,
sem á margs konar öðrum vegum stunda eftir ástinni,
hvort heldur með fégróða eða líkamsæfingum eða vizku-
námi, um þá er ekki sagt, að þeir elski eða séu ástfangn-
ir; þeir þar á móti, sem beina stefnu sinni á einhverja
tegund og stunda eftir henni, þeir verða heildarnafnsins
aðnjótandi, ástarinnar, og um þá er sagt, að þeir elski og
þeir eru elskendur kallaðir.“
„Þú virðist hafa rétt að mæla,“ sagði eg.