Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 15
Skírnii'
Dróttkvæða þáttur
13
ef til vill ekki verið með öllu rofin. En græðginni eftir
magnmiklum orðum fengu skáldin fullnægt á annan hátt.
Einhvern tíma kringum aldamótin 900, ef til vill fyrr,
ef til vill seinna, orti norska hirðskáldið Þorbjörn horn-
klofi Glymdrápu um Harald konung hárfagra og orustur
hans, þegar hann vann Noreg undir sig. Þetta er fyrsta
kvæði í sinni röð, sem varðveitt er: drápa kveðin undir
alveg reglulegum dróttkvæðum hætti, og eru afrek kon-
ungs rakin þar og þeim lýst lauslega, hverju fyrir sig. Það
eru mestmegnis orustur, og er þeim lýst öllum með svip-
uðum hætti: með miklu kenningaskrúði, sem oftast má
eins vel hafa um hvaða orustu sem er. Sérkennileg atvik
hverfa í þessu orðskrauti. Enginn veit, hvort eldri kvæði
skálda Haralds voru eins, hitt er víst, að eftir þetta ortu
mörg skáld sams konar kvæði.
Mikill skyldleiki er vitanlega með þessu kvæði og kvæð-
um fyrri tíðar skálda, Braga gamla og Þjóðólfs úr Hvini.
Skáldamálið kemur fram með öllum sínum einkennum í
kvæðum þeirra. Og þó er einhver munur á, sem raunar
er erfitt að skilgreina. í kvæðum Braga og Þjóðólfs eru
kenningarnar eins og gróandi gi'as: þegar þarf að nefna
nýjan hlut, býr skáldið til nýja kenningu, það virðist eðli-
legt og sjálfsagt. En á dögum Þorbjarnar virðist komin
á föst venja, hvað túlka skuli með kenningum, þeim er
markaður bás. Og sú venja, sem hér getur að líta, tíðkast
síðan öld eftir öld í hirðkvæðunum. Helzt er ég á, að Þor-
björn hafi enga kenningu skapað sjálfur, heldur lært þær
allar af eldri skáldum, og kvæði hans, Glymdrápa, verður
síðan fyrirmynd kvæða svo að tugum skiptir, ef til vill
hundruðum, fyrirmynd, sem vandlega er líkt eftir.
Ég man eftir að hafa séð mannsmynd í írsku handriti.
Hver dráttur myndarinnar er lína í skrautmynztri, og þó
er svipur mannsins glöggur. I Ragnarsdrápu Braga og
Haustlöng Þjóðólfs er mikið orðskraut, en lýsingar veru-
leikans og frásagnir atburða sjást þó glöggt í gegn. í
Glymdrápu hverfur veruleikinn að mestu leyti í skraut-
inu, sem sækir þó efnið þangað: sál atburðanna, ef svo