Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 54
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
son. Gott dæmi um hlutleysi félagsins í þessum efnum er
skjalfest með tileinkuninni framan við fyrstu útgáfu „Ný-
ársnæturinnar“ eftir Indriða Einarsson, sem prentuð var á
Akureyri 1872, og þó öllu fremur með ummælum Indriða í
„Séð og lifað“, sjálfsævisögu hans, þar sem segir: „En
það sem var enn betra og lypti mér meira (en undirtektir
áhorfenda), þegar ég vissi það, var, að þeir Helgi E. Helge-
sen og Magnús Stephensen gengust fyrir samskotum
handa mér í viðurkenningarskyni fyrir Nýársnóttina.
Þau urðu 150 rdl., og ég þakkaði þeim með því að tileinka
þeim hana.“ I raun og veru áttu þeir Helgi og Magnús
ekki frumkvæðið að þessari söfnun, heldur Eiríkur Briem.
Á aukafundi í Kveldfélaginu 9. jan. 1872 var að undirlagi
hans samþykkt að „heiðra Indriða Einarsson skólapilt
fyrir leikrit það, er hann hafði samið og leikið var í jóla-
leyfinu“ með 30 rdl. verðlaunum, en þeim Helga E. Helge-
sen og Magnúsi Stephensen falið að gangast fyrir fjár-
söfnun til viðbótar meðal bæjarmanna. Indriði var ekki í
Kveldfélaginu og vissi ekki um upphafsmann samskot-
anna né skerf félagsins til þeirra.
6.
Um forseta félagsins, Helga E. Helgesen, segir í fundar-
bókinni snemma árs 1873, að hann sé sá maður, sem held-
ur félaginu saman. Það var orð að sönnu. Hann var kos-
inn forseti öll árin nema veturinn 1856-67, þá var Lárus
Blöndal cand. jur. kosinn í hans stað, og er þess sérstak-
lega getið í fundarbókinni, „að staða hins fyrverandi for-
seta og höfundar félagsins, Helga E. Helgesen, hefur nú
svo breytzt, að hann eigi hefur færi til að sækja fundi á
kveldin í vetur, og þess vegna var hann eigi kosinn til
forseta félagsins þetta félagsár“. Þennan vetur var Helgi
settur umsjónarmaður Lærða skólans, og gegndi hann því
ásamt kennslustörfum og skólastjórn barnaskóla bæjar-
ins, en það starf hafði hann á hendi frá 1863 til dauða-
dags 1890.