Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 239
Skírnir
Skýrslur og reikningar
V
Forseti skýrði frá, að lög félagsins með áorðnum breytingum
yrðu prentuð og send til allra félagsnianna.
5. Kosning endurskoðenda fór þessu næst fram. Endurkosnir
voru þeir Jón Ásbjörnsson hæstaréttardómari og Brynjólfur Stef-
ánsson forstjóri.
6. Þá skýrði forseti frá bókaútgáfu félagsins fyrir yfirstand-
andi ár, 1947. Auk Skírnis yrði gefin út ferðabók séra Tómasar
Sæmundssonar, er myndi verða um 20 arkir, og það því vafasamt,
hvort félagið sæi sér fært að gefa út fleiri bækur en þær tvær sem
ársbækur, en mætti svo verða, yrði gefið út á þessu ári síðasta hefti
4. bindis Annála 1400-1800. ■— Jakob Benediktsson, mag. art., ann-
ast útgáfu ferðabókarinnar og dr. Jón Jóhannesson útgáfu Ann-
ála. — Enn fremur, kvað forseti, yrði þetta ár gefið út 1. hefti
XV. bindis Fornbréfasafnsins; annaðist dr. Páll E. Ólason útgáfu
þess. Myndi það bindi verða um 45 arkir að stærð, textinn, og hon-
um skipt í 3 hefti.
Síðan var fundargerð lesin upp og samþykkt, og að því loknu
sleit fundarstjóri fundi.
Steingrímur J. Þorsteinsson.
Alexander Jóhannesson.
Reikningur
um tekjur og gjöld Hins íslenzka Bókmenntafélags árið 1946.
T e k j u r :
1. Styrkur úr rikissjóði ............................. kr.
2. Tillög félagsmanna:
a. Fyrir 1946 greidd .................. kr. 25331,19
b. Fyrir 1946 ógreidd ................. — 4403,75
c. Fyrir fyrri ár ..........'.......... — 4082,38
3. Seldar bækur í lausasölu ......................
4. Vextir árið 1946:
a. Af verðbréfum ................... kr. 2615,50
b. Af bankainnstæðu ................ — 1460,81
43912,50
33817,32
13823,23
4076,31
Samtals
kr. 95629,36