Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 199
Skírnir
Byggð á Mýrdalssandi
197
Geta má þess, að meira eða minna af þessum stöðum virð-
ist vera á hrauni.
Úti á miðjum Mýrdalssandi eiga Dýralækir að hafa ver-
ið, og eru þeir kenndir við læk, sem enn er til, enn fremur
Holt. Sjálfsagt er einhver ruglingur hjá sr. Jóni, þegar
hann kallar Dýralæki í öðru orðinu Rauðalæk, en ekki er
ég tilbúinn að segja, hvernig í því liggur. Þá er loks Lamb-
ey, sem allir þessir heimildarmenn nefna, en hitt greinir
þá á um, hvort hún hafi verið vestan eða austan Eyjar-
ár.1)
3) Bæir vestan Eyjarár. Árni Magnússon hefur bæði
heyrt nefnt Höfðaver og Lágeyjarhverfi. En þegar öllu
er á botninn hvolft, kunna menn ekki að nefna nema einn
bæ með nafni: Lágey.
IV.
Eftir að hafa litið yfir munnmæli síðari alda er kom-
inn tími til að huga að fornu heimildunum, en þær eru að
vísu ærið skörðóttar. Lítum fyrst á Landnámu.
Hrafn hafnarlykill nam land milli Hólmsár og Eyjarár
og bjó í Dynskógum. Hið fagra bæjarnafn bendir á gróð-
ursælt land á þeim stað, sem bærinn var reistur. Ekki get-
ur takmarkanna milli landnáms Hrafns og Molda-Gnúps,
sem var nágranni hans í suðri; hefur það væntanlega fall-
ið í gleymsku vegna þeirra atburða, sem urðu þar á 10. öld
og ráku burt íbúa þessara tveggja landnáma að einhverju
eða öllu leyti, en það var, segir Landnáma, ‘elds upp-
kváma’ eða ‘jarðeldr’. Hrafn vissi þetta fyrir og færði bú
sitt í Lágey; hans son var Áslákur aurgoði, er Lágeyingar
eru frá komnir (Landn., 373. kap.).
Molda-Gnúpur og synir hans námu land milli Kúða-
fljóts og Eyjarár, Álftaver allt. Þar var þá vatn mikið
og álftaveiði á. „Molda-Gnúpr seldi mörgum mönnum af
1) Eyjólfm- Guðmundsson hreppstjóri á Hvoli hefur þá frásögn
eítir Elsu í Vik, að hún hefði séð austan Blautukvíslar leifar af hæ.