Skírnir - 01.01.1947, Qupperneq 19
Skírnir
Dróttkvæða þáttur
17
staks eðlis, þ. e. blóð; í „hreinbraut" tiltekur kenniorðið,
hvers konar braut er átt við, o. s. frv.
4) I 4. flokknum hefur kenniorðið þau áhrif á stofn-
orðið, að merking kenningarinnar er allt önnur en stofn-
inn gæti bent til. Það er því að ræða um gagngera breyt-
ingu, stundum hausavíxl. Dæmi: gunnmár, okbjörn, brim-
dýr, svanafold, lyngfiskr, móðakarn. Gunnmár er að vísu
fugl, en alls ekki már. Lyngfiskr er alls ekki fiskur, held-
ur ormur, sem raunar skríður í lyngi líkt og fiskur syndir
í vatni. Oft verður merking kenningarinnar andstæða
þess, sem stofnorðið segir til: Haka bláland er ekki land,
heldur sjór. Mjög algengar eru mannkenningar af þess-
um flokki, og er stofnorðið þá ýmist eitthvert orð fyrir
tré eða staf (auðstafr, hildimeiðr) eða eitthvert goðsnafn
(geir-Njörðr, sverð-Freyr). Af öllum kenningum skálda-
málsins virðast mér þessar síðastnefndu hvað einkenni-
legastar og helzt lokaðar skilningi nútíðarmanna; eru þær
sprottnar af trúarlegri leiðslu, sem vakti hjá manninum
þá tilfinningu, að hann væri goðunum líkur?
Kenningarnar eru eflaust gamlar í kveðskap Norður-
landabúa; þær virðast hafa átt heima í kveðskap ger-
manskra þjóða yfirleitt frá fornu fari. Til vitnis um það
eru fornensk kvæði, sem hafa allmikið af kenningum. Auk
þess koma kenningar vitanlega fyrir á dreif hér og þar í
veröldinni, bæði í kveðskap og mæltu máli.
Ef að er gáð, sést, að mikið af kenningum úr þremur
fyrstu flokkunum er til í fornenskum kvæðum, og skal ég
rétt nefna fáein dæmi: bona Ongenþeóes, þ. e. bani Ang-
antýs; bearn Healfdenes: barn Hálfdanar (1. fl.); brim-
líðend: brimlíðandi, sæfari; béaggifa: bauggjafi, örlátur
maður; gárberend: geirberandi, hermaður (2. fl.); sund-
wudu: sundviður, skip; hildebord: hildiborð, skjöldur;
gúðwudu: gunnviður, skjöldur; heofoncyning: himnakon-
ungur (3. fl.). Auk þess koma kenningar af þessu tagi
fyrir í kveðskap ýmissa þjóða, sérstaklega kenningar 1.
flokks, sem eru til í kveðskap Grikkja, Indverja o. s. frv.
En þegar kemur til 4. flokksins má heita, að hann vanti
2