Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 13
Skirnir
Dróttkvæða þáttur
11
Þau heiti, sem ég hef enn nefnt, eru samnefni. En til
eru önnur, sem eru sérnöfn. Sem dæmi má nefna Óðins-
heitin, svo sem Báleygr, Bilevgr, Bölverkr, Fjölsviðr
(-svinnr), Gangráðr, Gangleri, Glapsviðr (-svinnr),
Grímr, Herteitr, Langbarðr, Saðr (o: sannur), Sannget-
all, Síðgrani, Síðhöttr, Yggr, Þekkr og mörg fleiri. Mörg
Óðinsheiti eru gagnsæ að merkingu, og gefur þá hvert
þeirra sína mynd af þessum guði. En það fer eftir atvik-
unum í hvert sinn, hvort þau falla í ljúfa löð við samband-
ið eða eru því óviðkomandi og þá sjálfstæð og blæstríð.
Ekkert goð á eins mörg nöfn sem Óðinn. Kemur hann
og fram í fjölda kenninga, ýmist undir réttu nafni eða
einhverju heita sinna. Nú er það algeng mannkenning, að
maðurinn sé kallaður goð og kenndur síðan til vopna eða
gulls (sverð-Freyr), en það kemur aðeins einu sinni fyrir,
að maður sé kallaður Óðinn, en það er í kenningunni
„malm-Óðinn“ í Gráfeldardrápu Glúms Geirasonar, ann-
ars er ævinlega viðhaft eitthvert annað heiti Óðins (eða
nöfn annara goða).1) Þetta er einkennilegt, og hefur
mönnum komið til hugar, að skáld hafi óttazt nafn Óðins
og því kosið heldur önnur heiti hans. Er hér komið að
merkilegu efni. Fyrrum var mikil hjátrú bundin við nafn
manns eða vættar, og hugðu menn það samgróið honum.
Ef vætturinn var hættulegur, var háski að nefna hann
réttu nafni. Gott dæmi þessa eru sjóvítin: menn skyldu
ekki nefna á sjó búr af ótta við búrhveli, ekki hross né
svín af ótta við hrosshveli og svínhveli, sem léku sér að
því að ráðast á skip. Þessi vítaorð skyldu menn varast, og
viðhafa þá heldur önnur ; Búrfell hét t. d. á sjó Matarfell,
og Svíney fékk nafnið Purkey.2) Það er ekki ólíklegt, að
trúarótti hafi legið á nafni Óðins, og svo má raunar hafa
1) Orðið Þórr er ekki heldur haft fyrir stofn i slikum kenn-
ingum.
2) Um nafnvíti eru rituð ógrynnin öll. Lesendum Skírnis má
visa á ritgerð í 107. árg-. hans, og' eru bar nokkrar tilvitnanir til
útlendra ritgerða.