Skírnir - 01.01.1947, Side 119
Skírnir
Úr Samdrykkjunni
117
vegs og virðingar, varð alsiða, að hver boðsgesta flytti
ræðu um ákveðið efni (períodos tón logón). 1 „Samdrykkj-
unni“ eftir Xenofón verða gestirnir t. d. í réttri röð að til-
greina, hvað það sé, sem þeir séu hreyknir af, en síðan
færa fram orsök þess, að svo sé. í hópi sófista og heim-
spekinga voru rædd í þessu formi ýmisleg bókmenntaleg
og heimspekileg viðfangsefni. Hér í „Samdrykkjunni“ eft-
ir Platón verða menn samkvæmt tillögu Eryxímakkosar
ásáttir um, að hver gestanna skuli eftir röð frá vinstri til
hægri flytja lofræðu um Eros, ástina. Heimspékingar þeir,
er fylgdu stefnu Sókratesar, ræddu síðar í samdrykkjum
sínum margs konar efni, er vörðuðu kenningu meistarans
og persónu hans. Á bókmenntasviðinu stældu þeir einnig
samdrykkjur þeirra Platóns og Xenofóns. Einnig Epíkúros
tók til meðferðar heimspekileg efni í borðræðnastíl. Per-
saios, lærisveinn stóuspekingsins Zenóns, ritaði með ná-
inni hliðsjón af kenningum meistara síns samdrykkjuvið-
ræður (sympotíkoi díalogoi). Jafnvel málfræðingar tóku
að rita um fræði sín í þessu formi. Af þessum fjölbreyttu
borðræðnabókmenntum hefur fátt eitt varðveitzt. Er þar
helzt að geta „Veizlu vitringanna sjö“, sem Plútark er
eignuð. Meðal rita Lúkíanosar, hins andríka háðfugls, er
eitt, sem nefnist „Veizla Lapíþanna". Er það næsta skop-
leg háðfærsla á „Samdrykkjunni“ eftir Platón. Leiða þar
fulltrúar hinna ýmsu heimspekistefna saman hesta sína
og lenda í háarifrildi. Meþodíos, biskup í Týrus (ý 312),
stældi beinlínis þetta rit Platóns. Nefndist stæling þessi
„Samdrykkjan eða um skírlífi". Gegn ástarlofræðum hinna
heiðnu veizlugesta Platóns teflir biskupinn fram upp-
byggilegum hugvekjum um bindindi og skírlífi. Leggur
hann hugvekjur þessar í munn tíu ungum meyjum, þar
sem þær hvíla í svölum trjálundi. Lýkur riti þessu með
lofsöng um endurkomu Krists.