Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 115
Skírniv
Úr Samdrykkjunni
113
út í heild, þótt það geti eigi orðið hér, því að hún er allt
of löng fyrir tímarit. Þrátt fyrir mikið vandhæfi, sem á
er um þýðingu „Samdrykkjunnar“, hefur skáldinu tekizt
að varðveita einhvern neista af hinni helgu glóð frumrits-
ins, sem vermir og skín í hug lesandans.
Svo hefur verið kveðið að orði, að í ,,Samdrykkjunni“
væri fólgið fleira en nokkurn skýranda hefði órað fyrir,
eða, eins og Goethe sagði um eitt rita sinna, meira en höf-
undur sjálfur vissi. Það kemur stundum fyrir í ritum
snillinga, að glampar leiftri, sem bregða óvænt birtu fram
á dimma stigu framtíðarinnar, þeim verði orð á munni,
sem tæplega hefði verið hægt að skilja eða skýra á þeim
tímum, er þau voru sögð.
En sé það rétt og satt, að í ,,Samdrykkjunni“ sé að
finna meira en nokkrum skýranda hefur til hugar komið,
þá er og hitt augljóst, að þar hafa menn þótzt hafa veður
af ýmsu, sem þar er ekki skráð. Sum rit eru þess eðlis, að
þau verða tæplega nákvæmar túlkuð en tónsmíðar. Hverj-
um lesanda verður að vera frjálst að leggja til við lestur
þeirra þann undirleik hugsana og tilfinninga, sem hon-
um finnst bezt eiga við þá tóna, sem hann nemur þar.
„Samdrykkjan“ eftir Platón er af þessum toga spunnin,
og því er erfitt að segja hana með öðrum orðum en sjálfs
hans. Svo margvísleg eru blæbrigði og ljósbrigði stíls og
málfars, að trauðla verður þeim borgið yfir á aðra tungu.
Platón var ótrúlega jafnvígur á ólíkar stíltegundir. Mál-
blær goðsagna og spekimála var honum eigi síður tiltæk-
ur en fágun og tungumýkt tiginna samkvæmismanna.
Eins tvinnast saman í kenningu hans rammar dulrúnir
aftan úr grárri forneskju og angan af gróðri nýrrar þekk-
ingar. Platón hefur því löngum verið talinn heimspeking-
ur og skáld í senn.
í „Samdrykkjunni“ birtist oss ástin sem eins konar ask-
ur Yggdrasils, sem teygir rætur sínar um gervalla tilver-
una, um ríki dýra og jurta, breiðir lim sitt um þjóðlíf og
mannlíf, en yppir sér þó hærra en mannlegt auga fær
8