Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 166
164
Björn Sigfússon
Skírnir
1530). Yfirgangi og ódrengskap er þar lýst á marga vegu
í sambandi við „stéttir þrjár“, sem munu vera klerkastétt,
valdstétt og „sveinstétt“ sú, sem var með „dáruskap og
hofmannshót“ og árásir. Deilt er á drykkjuskap og skraut-
klæði, þegar fátækir verði að ganga á hákarlsroði með
beiningamal. En í hagsögu er sú athugasemd merkust, að
stórbændur hafi lagt kotin undir bú sín, svo að fátækling-
ar fengu hvergi jarðnæði, en lentu á vergang:
Sumir höfðu svo margt bú,
að setja vai'ð í eyði þrjú.
En annar hvorki hund né kú
hafði á ævi sinni.
Kot fékk enginn félaus mann,
fór svo upp á almúgann.
Og mál er, að linni.
Þetta fjárfjölgunarkapp hefur orðið samtímis hér og
í Englandi sakir hækkandi ullarverðs. Eyðing kotbýla þar
varð hið mesta vandræðamál fyrir miðju 16. aldar og
lengi síðan, en hér mun þessu ekki hafa verið gaumur
gefinn, hvað þá rannsakað að neinu leyti. En við England
var dágott verzlunarsamband á þessum árum.
Hverfum frá kvæðum Sigfúsar. En til staðfestingar á
fjárfjöldanum og undirbúnings til að skilja hagsögu-
kvörtun Magnúsar prúða 1564 verður að fletta Biskupa-
annálum Jóns Egilssonar. Þar segir eftir sr. Einari Ólafs-
syni í Hrepphólum, góðum heimildarmanni, að haustið
1524 voru engir bændur fátækari í öllu Grímsnesi en svo,
að tveir þeir fátækustu áttu á landsvísu 14 hundraða eign,
og þeim voru tíundir hreppsmanna gefnar. „Þá var ekk-
ert kot, sem ekki var á eitt hundrað fjár, en sums staðar
tvö hundruð og enn þrjú hundruð eður meira.“ Átt mun
við stór hundruð, 120-360 fjár.
Þetta virðist hafa verið svipaður fjárfjöldi og var í
Grímsneshreppi um 1930, þegar jarðabók var gerð. Á
nokkrum kotum er fjárfjöldinn þá að vísu langt innan
við hundrað, en búendur eru þá 50, fjórum fleiri en þeir
voru 1708, árið eftir mannfall Stórubólu, og sennilega