Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 52
50
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
Egils borgara Egilsens, umsjónarmanns sjóðsins, og lauk
þeim bréfaskiptum með því, að Egill lýsti yfir því, að
Stúdentafélaginu stæði „opið fyrir að fá muni sjóðsins
lánaða, ef það vill stofna til sjónleika, og sýnist það vera
nóg fyrir það félag, en hitt annað því ofvaxið".8) 1 fundar-
gerðum Kveldfélagsins þessa tvo vetur er þess ekki getið
frekar en endranær, að félagið hafi stofnað til sjónleik-
anna, en fundir falla niður þann tíma, sem leikið er og
leikarnir eru undirbúnir. Sama er að segja um funda-
haldið veturinn 1865—66, þegar leikið var, en fyrsta leik-
vetur félagsins er ákveðið skömmu fyrir jól 1861, „að
halda ekki fundi á laugardögum, þegar leikið yrði á gilda-
skálanum“. Auk þessarar tilhliðrunarsemi við leikana má
lesa út úr fundargerðunum sitthvað um áhuga félags-
manna fyrir leiklistinni almennt. Leikrit voru rædd og
lesin á félagsfundum. 30. marz 1865 lýsti Matthías Joeh-
umsson leikritinu Othello og „las jafnframt nokkuð af ís-
lenzkri þýðingu, er hann hafði gjört framan af því“. Ári
síðar las Matthías Macbeth-þýðingu sína á félagsfundi
(7. febrúar) og Gísli Magnússon las þýðingu eftir sig á
Amphitryon eftir Plautus tvo fundi í röð, 4. og 11. apríl
sama ár. Leikrit Oehlenschlægers „Hákon jarl“ og „Kjart-
an og Guðrún“ voru gagnrýnd harðlega, „og þótti ekki vera
í þeim neinn norrænn andi“ (Sigurður Guðmundsson).
Meðal verðlaunaspurninga, sem lagðar voru fyrir félags-
menn, voru tvö árin, 1861 og 1862, til úrlausnar að semja
leikrit, og fyrra árið tiltekið éfnið: „Að sýna hversu miklu
illu bakmálug tunga getur til leiðar komið í heimilislíf-
inu“. Ekki var neinn Ibsen við höndina til að taka yrkis-
efnið upp, en skylt er að geta þess, að sjálfur Ibsen setur
ekki „problem under debat“ fyrr en talsvert síðar, og varð
sem vænta mátti lítill árangur slíkra verðlaunaspurn-
inga.9)
Á lausum miða í safni Sigurðar Guðmundssonar mál-
ara er yfirlit, sem hann hefur gert yfir leikrit sýnd í
Reykjavík á árunum 1848-1872. Þau eru 35 talsins og
langflest sýnd af stofnendum Leikfélags andans og síðar