Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 110
108
Halldór J. Jónsson
Skírnir
„Wessel ritaði sorgarleik „Kjærlighed uden Strömper“,
til að hæða tilgerð skáldanna á hans tímum í sorgarleik-
um; Sigurður tók „Stellu“ Wessels, og orti af rímur, til
að hæða smekkleysur rímnaskálda á íslandi í kenningum
og öðru; hvorttveggja hefir þótt mæta vel ort, og sum
skáld hafa síðan auðsjáanlega ætlað að stæla eptir „Stellu-
rímum“, þó þeim hafi stundum missézt: tekið gaman Sig-
urðar fyrir alvöru, og smekkieysur, sem settar eru með
vilja, til að skopast að öðrum, fyrir ágæta fyrirmynd."
Finnur Jónsson andmælir þeirri skoðun, að Sigurður
hafi haft það mark að gera gys að eldra rímnakveð-
skap, en játar jafnframt, að efnið verði að nokkru skop-
stæling í meðförum Sigurðar, einkum kenningarnar. Þar,
sem lýsingar hans eru nákvæmastar, er hann bersýnilega
að hæðast að smásmygli rímnaskálda, sbr. áður tilfærðar
vísur úr VII. 16-18. Greinilegri er þó skopstælingin, að
því er varðar kenningarnar. Þær eru sumar hverjar svo
kátbroslegar, að það hlýtur að vera með ráðum gert. Hér
eru nokkur dæmi:
Kona: rokka lilja (I. 64), gulls naðra (IV. 112).
Hestur: tauma selur (II. 43), skeifu héri (II. 67), burð-
ar klakka hvalur (VIII. 34), tagla skip (II. 68).
Prestur: messutrafa brjótur (I. 50), hempu Gissur
(VI. 67).
Jörð: refa hylur (IV. 115), mera mar (IV. 115), fíla
mið (V. 18).
Hús: glugga svín (II. 18), sperru asni (VII. 77).
Þær líkingar, sem felast í þessum skringilegu kenning-
um, notar Sigurður oft af miklum fimleik og fyndni:
II. 18. Greiddi upp trýnið glugga svín
greitt að hnefa bragði,
sverða runn tók sinn í munn
og saman aftur lagði.
68. Tagla skip réð taka svip
taums við festar leystar,
áfram fýkur, foldin rýkur,
flugu undan neistar.