Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 219
Skírnir
Ritfregnir
217
1. heftið heitir „Úr blöðum Jóns Borgfirðings“. Er þar í ævi-
sögubrot Jóns, ferðasögur og dagbókabrot; en loks er yfirlit yfir
hin síðari ár Jóns að miklu eftir útgefandann, og bréf Jóns Sigurðs-
sonar til Jóns Borgfirðings; er hér margvísleg fræðsla um þennan
merkilega alþýðufræðimann.
í 2. heftinu eru brot nokkur úr ritum Daða fróða Níelssonar,
ævisögur, annálsgreinir og kveðskapur. Daði fróði var annar al-
þýðufræðimaðurinn til, og er furða, hve miklu hann kom í verk.
Nokkra hugmynd um verk hans gefa brotin i þessu hefti, en í for-
mála segir útgefandi frá ævi hans og telur upp ritsmíðar hans.
3. og 4. hefti safnsins eru bæði eftir síra Jón Norðmann: Gríms-
eyjarlýsing, skrifuð á árunum 1846—50, fróðleg og skemmtileg, og
Allrahanda, en það er samtíningur, sem síra Jón hefur skrifað
smám saman til minnis sér, og fjallar það, sem varðveitt er af því
riti, aðallega um alþýðleg fræði, þjóðsögur og hjátrú. Þetta rit
komst í hendur Jóns Arnasonar, og skrifaði hann það upp að nokkru
leyti, og er sú afskrift nú ein varðveitt, en frumrit síra Jóns glat-
að. Þetta rit er vandvirknislega gert, oft tilgreindur staður og
stund og heimildarmenn síra Jóns, og margra grasa kennir þai\
Svo sem líklegt má þykja, hefur Jón Árnason fært sér fróðleik
þess óspart í nyt (og vantar í hdr. hans af ritinu þær sögur allar,
sem hann notaði sér) ; sama er að segja um ýmsa aðra fræðimenn.
Eigi alllítið af Allrahanda er því áður prentað, en á víð og dreif,
og þykir mér útg. hafa farið rétt að, er hann tók sig til að láta
prenta það allt á einum stað.
Til eru í handritasöfnum frá 19. öld þó nokkur heilleg þjóðsagna-
kver eftir ýmsa merka skrásetjendur. Það var ekki annað en eðli-
legt, að menn tíndu úr slíkum kverum eina og eina sögu í þjóð-
sagnasöfn þau, sem prentuð voru fram um síðustu aldamót eða
lengur. En nú er slíkt hæpnara. Auðvelt er að fá þjóðsögur prent-
aðar, því að kaupendur eru nokkuð vísir, og þjóðsagnakver nýrra
skrásetjenda eru hreint ekki alltaf vís til að sigra í samkeppninni
kver hinna gömlu manna. En nú geta verið sögulegar ástæður til
þess, að lesandi nú á dögum vilji, ef unnt er, fá hin fornu kver heil.
Svo er t. d. um Allrahanda. Svo er líka háttað t. d. um Gráskinnu
Gísla Konráðssonar, sem er snemma rituð og verk manns, sem skylt
er að sýna sóma. Það er ofboð eðlilegt, að Jón Þorkelsson tæki ein-
stakar sögur úr því riti í sitt safn, og það er skiljanlegt, að Olafur
Davíðsson skrifaði upp sögur úr bók Gísla. Og ef safn Ólafs hefði
t. d. verið prentað 1910, hefði verið eðlilegt, að þar hefðu líka
verið teknar með sögur úr Gráskinnu. En nú gegnir öðru máli.
Registrin við þjóðsagnabækur Ólafs, sem út hafa komið á síðari
árum, sýna gjörla, hvílík kynstur eru þar tekin úr riti Gisla. Það
slagar upp í heilt kver. Prentun sagnanna í bók (eða bókum) Ólafs
tefur fyrir því eða jafnvel hindrar það, að Gráskinna verði prent-