Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 218
Ritfregnir
The Saga of Thorgils and Haflidi (Þorgils saga ok Hafliða).
Edited with an intioduction and notes by Halldór Herrrumnsson.
Ithaca, New York, Cornell University Press, 1945. [Islandica,
Vol. XXXI.]
Þarna er þrítugasta og fyrsta bindið af Islandica, og hefur Hall-
dói' Hermannsson prófessor séð um þau öll; þetta er orðið mikið
sa|n og harla margt gott, sumt sem enginn mun vilja vera án, sá er
nokkurn áhuga hefur á islenzkum efnum.
Þorgils saga og Hafliða, sem hér birtist, er úr garði gei'ð á líkan
hátt og Eiríks saga rauða, sem getið var í Skírni 1945: hér er itar-
legur inngangur, texti hagræddur og færður til samræmdrar staf-
setningar og loks skýringar aftan við, mestmcgnis menningarsögu-
legar. Inngangur og athugasemdir eru á ensku, og er bókin þvi hin
gagnlegasta fyrir alla þá, sem enska tungu tala eða skilja. I inn-
ganginum er ritgerð um tíma þann, sem sagan segir frá, og raunar
enn lengri tíma, allt frá lokum sögualdar fram á miðja 12. öld,
aldarfar og menningu þessa tíma og einkanlega kirkjumálefni.
Meðal þess, sem mönnum kynni að virðast girnilegt til fróðleiks
hér, eru hugleiðingar útgefandans um Ara fróða. Menn hafa áður
hver af öðrum talið líklegast, að hann hafi að loknum námsárum
sínum í Haukadal flutzt vestur á Snæfellsnes, ef til vill búið á Stað
á Ölduhrygg, þar sem sonur hans og sonarsonur hafa búið. Próf.
Halldóri Hermannssyni dettur hins vegar í hug, að Ari hafi verið
aðstoðarmaður Gizurar biskups, sem orðið hafi árum saman að
fei'ðast um landið til að skipuleggja kirkjusóknir og því um líkt.
Á þessum ferðum hyggur Halldór Hermannsson, að Ari hafi aflað
sér heimilda um landnám og upp úr þeim ritað Landnámabók.
Útg. ræðir ítarlega um Þorgils sögu og aldur hennar. Kemst hann
að þeirri niðurstöðu, að hún muni rituð um 1200 eða skömmu síð-
ar, sennilegast af einhverjum manni af Seldælaætt.
E. 6. S.
Menn og minjar. Islenzkur fróðleikur og skemmtun. 1.—4. hefti.
Finnur Sigmundsson bjó undir prentun. H.f. Leiftur. Rv. 1946.
Finnur landsbókavörður Sigmundsson hefur áður, í ritsafninu
Ömmu, látið prenta sitthvað af fróðleiksþáttum úr handritum
Landsbókasafns. Þar er af miklu að taka, og hefur hann nú byrjað
á nýju safni; er hvert hefti sjálfstæð bók.