Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 220
218
Ritfregnir
Skírnir
uð í heild, en það hefði einmitt af ýmsum ástæðum vei'ið æskilegt.
Hins vegar er minningu Olafs enginn óleikur ger, þó að sögur Gísla
(sem Ólafur safnaði ekki) væru niður felldar; eftir sem áður væri
lýðum Ijóst, hve mikill þjóðsagnasafnari Ólafur var. Ég fagna því
þeirri aðferð, sem Finnur Sigmundsson hefur haft við Allrahanda;
hún mætti vera til fyrirmyndar öðrum, sem taka til prentunar sög-
ur úr gömlum heimildum. E. 0. S.
The World of Learning. With an Introduction by Dr. Gilbert
Murray. Europa Publications Ltd. London 1947.
Þetta er handbók, sem fjallar um vísindastofnanir í öllum lönd-
um heims. Svo sem við er að búast, er að ræða um skrá, vanalega
þó með nokkurri gagnorðri fræðslu um hvað eina, svo sem stofn-
setningarár, tölu félagsmanna i vísindalegum félögum, kennslu-
greinir skóla o. s. frv. Eins og slík rit eru vön að vera, er bókin
nytsamleg til að fletta upp 1.
Bók þessi hefur verið send Skími, og þykir rétt að gera fáeinar
athugasemdir um það, sem Island varðar. Þegar velja skal efni,
hlýtur að vera nokkurt vafamál, hve mikið skal taka með og hversu
draga skuli markalínu milli hins visindalega og hins hagnýta. En
þegar borið er saman, það sem um Island og önnur lönd stendur,
þá virðist óþarflega fátt tínt til á Íslands-blaðsíðunni. Búnaðar-
félag íslands og Fiskifélag íslands hafa svo hagnýtan tilgang og
starf, að þó að vísindalegar rannsóknir sjáist í ritum þeirra, virð-
ist eðlilegt, að þeim var sleppt. Aftur á móti tel ég sjálfsagt að
taka Verkfræðingafélagið og Læknafélagið í skrána — það er að
minnsta kosti í samræmi við það, sem tíðkast annarstaðar. Og Tón-
skáldafélagið og Hið íslenzka fomritafélag eiga þar heima. Veður-
stofur sínar telja bæði Norðmenn og Danir fram, og Hagstofan
virðist mega fylgja með. Náttúrugripasafnið hefði mér þótt i'étt
að nefna. Hvað Háskólann snertir, ætti að nefna kennslugreinir
prófessoranna, úr því að það er gert við aðra háskóla; annars
stendur það vitanlega ekki á miklu. Rétt hefði verið að nefna rann-
sóknarstofnanir þær, sem tengdar eru Háskólanum, og bæði At-
vinnudeild Háskólans og Rannsóknarráð ríkisins hefðu ótt heima
i skránni. Þetta er það sem ég sakna í fljótu bragði.
E. Ó. S.
Sigurður Nordal: Uppstigning. Sjónleikur í fjórum þáttum.
Helgafell. Reykjavík 1946.
Efnið er ekki nýtt í bókmenntum Norðurlandaþjóða: baráttan
milli draums og veruleika, og sú barátta endar sjaldan vel, en verð-
ur að bitru og sáru ósamræmi í ritum eins og Brandi og Pétri Gaut
eftir Ibsen, „dularfullu“ leikritunum eftir Strindberg, bókum Coru
Sandel um Albertu. — Öllum er þeim sameiginleg nístandi fyrir-