Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 232
230
Ritfregnir
Skírnir
Yfirleitt má segja, að dr. Matthías geri viðfangsefnum sinum
allgóð skil. í flestum köflunum er að finna fjölda margar ágætar
leiðbeiningar um uppeldi, og skoðanir hans eru hófsamlegar, svo
að ég hygg, að flestir geti verið honum sammála í þeim atriðum,
sem máli skipta. Kaflarnir eru raunar nokkuð misjafnir. Einkum
þykir mér honum hafa tekizt vel við þá kafla, sem fjalla um barna-
brek og skaplesti, ósannsögli barna, einþykkni og þrjózku, vilja og
viðfangsefni og kynhvötina. Geta foreldrar og uppalendur lesið þá
sér til mikils gagns og skilningsauka. Aðrir kaflar eru efnisminni
og viðfangsefnin tekin lausari tökum, vil ég þar helzt til nefna
kaflana, sem fjalla um svefnþörf barna, samvistir barna og sam-
vínnumöguleika heimilis og skóla.
Hér er ekki rúm til að rekja rækixega efni bókarinnar né víkja
að einstökum atriðum. Að mínu viti má helzt það að þessu riti
finna, að höfundur gerir ekki nógu skilmerkilega grein fyrir sál-
rænni þróun barnsins. Barn á ekki saman nema nafnið. Það þrosk-
ast og breytist ár frá ári, og hvert aldursskeið eða þroskaskeið þess
hefur ýmis höfuðkennimerki eða einkenni, sem áríðandi er að þekkja
og hafa í minni, þegar f jallað er um einstök vandamál uppeldisins.
Vegna þess, hve höfundur rekur þetta efni ónákvæmlega, verða
ýmsar hugleiðingar hans of almenns eðlis og koma því ekki að því
gagni, sem skyldi. Ég nefni aðeins eitt dæmi um þetta: XI. kaflinn
fjallar um svefnþörf barna. Er þar farið mörgum orðum um, hve
svefnleysi barna er háskasamlegt, og ríkt lagt á við foreldra að
bregðast ekki skyldu sinni í þessu efni: „Ef barnið skortir svefn
til lengdar, getur það valdið taugaveiklun, er kemur fram í ýmsum
myndum, sem þrjózka, æsing, takmarkalaus nautnafíkn og loks sem
hneigð til afbrota. Það eru unglingar af þessu tæi, sem auðveldleg-
ast leiðast út í hóflausa tóbaksnautn, ofdrykkju, skemmtanafíkn,
saurlifnað og jafnvel þjófnað.“ (Bls. 224.) En hvergi í kaflanum
er að finna vitneskju um, hve svefnþörf barna er yfirleitt mikil á
hverju aldursskeiði, og myndi þó margan lesanda langa til að vita
eitthvað um það, eftir hina mergjuðu lýsingu höfundar á afleið-
ingum svefnleysisins. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á
svefnþörf barna á ýmsum aldursskeiðum, og er því vel hægt að veita
um þetta atriði leiðbeiningar, sem koma að miklu haldi, þrátt fyrir
nokkurn einstaklingsmun á börnum í þessu tilliti sem öðru. — Þessi
sami ágalli kemur allvíða fram í bókinni, þegar einstök vandamál
eru rædd.
Mikill vandi er að rita á íslenzku um efni það, sem bókin fjallar
um, og virðist mér höfundi hafa tekizt það 1 heild vel, einkum
þegar þess er gætt, hve lengi hann hefur dvalizt erlendis. Málið á
bókinni er vandað. Framsetning höfundar er einnig yfirleitt ljós
og skilmerkileg, en surns staðar þykir mér hann þó helzti orðmarg-