Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 45
Skírnir
Leikfélag- andans
43
um, að jafnvel Ameríkuferðir voru ræddar út frá þeim
öðrum þræði, en ekki eingöngu þjóðræknislegu sjónar-
miði. Ameríkuferðir komust síðar á dagskrá hjá þjóðinni
og sumpart með öðrum hætti, svo að ekki er úr vegi að
hlusta á umræður á fundi 18. apríl 1874. Umræðuefni:
Hvað á að segja um ferðir íslendinga nú á dögum til
Vesturheims? Frummælandi síra Jón Bjarnason.
Frummælandi (hefur lokið við að gera samanburð á landkostum
Ameríku og íslands, frelsi og- ófrelsi landanna) : Samkvæmt
þessu álít ég gagnlegt og nauðsynlegt, að nokkrir og margir
af Islendingum fari burt og einmitt til Vesturheims, en ekki
annað eins vel. Sá sanni patriotismus bindur sig ekki við vissar
þufur, og allar hinar stærstu bugmyndir hafa ekkert eitt föður-
land, sem þær eru bundnar við, þær binda sig ekki við stað né
stund. Sumir kvíða fyrir, að landið muni tæmast eða leggjast
í eyði. Slík eru engin dæmi. — Þar sem kúgun er viðurkennd
af hendi stjórnarinnar í einu landi, þar eru tvö meðöl til bjarg-
ar: Uppreisn eða útvandring. — Þeir, sem einkum ættu að fara,
eru binir ungu verkmenn, sem duga til að vinna. Engu síður
getur Ameríka vel tekið á móti menntuðum mönnum. — Ég- vil
enda með því að óska og vona, að þeim Islendingum, er fara til
Ameriku, verði það til láns og blessunar, og vona, að margir
taki sig upp og fari, þar ekki er líft hér, hvorki fyrir lærða
menn né leikna.
Fyrri andmælandi (Sigurður Vigfússon) : Ég tel það mikinn skaða
fyrir Island, ef nokkur góður og duglegur drengur færi burt.
Siðari andmælandi (Guttormur Vigfússon) tók einkum fyrir það,
sem hér er fellt úr ræðu frummælanda: Frelsishreyfingarnar
og landkostina (framfarirnar). Merkilegustu frelsisbreyfing-
arnar i Ameríku taldi hann vera: communismus og socialismus,
en m. a. sagði hann í sambandi við framfarirnar: Þar (í Ame-
ríku) eru járnbrautir. Hér eru að komast á vegir, samanber
Skólavörðuveginn o. fl. Að fara úr landi er engin þörf. Vér
cigum að uppbyggja Island með krafti, því Amerika þarf ekki
læknis við, hún er ekki sjúk.
Jón Olafsson sló botninn í umræðurnar og lauk má!i sínu með þess-
um orðum: Að hleypa pólitisku lifi í þjcðina alla væri æski-
legast af öllu, en úr því ekki eru vegir til þessa með hægu móti,
þá myndi vera æskilegt að fá það (pólitíska lífið — frelsishreyf-
ingarnar) frá Ameríku, þ. e. a. s. frá íslenzkum mönnum, sem
gerzt hefðu útflytjendur.