Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 204
202
Einar Ól. Sveinsson
Skírnii'
skjali 1375, aftur 1522 og enn í Gíslamáldaga.1) í kirkna-
tali, er virðist eldra en siðaskipti, er haft eftir gömlum
máldaga, að kirkja hafi verið í Höfða og átt fjögur hundr-
uð.2) Loks eru til sagnir um, að bænhús hafi verið í Fagra-
dal, og eiga þar að hafa sézt rústir af því.3 4)
Á dögum Höfðabrekkumáldaga eru kirkjurnar, sem
liggja undir Höfðabrekku, aðeins tvær. Nú hefði ein kirkj-
an vitanlega getað lagzt niður vegna fátæktar ábúanda,
hirðuleysis o. s. frv. En hitt væri hugsanlegt, að sögulegri
atburðir yllú, t. d. eldgos, og verður manni þá ósjálfrátt
hugsað til frásagnar Þorlákssögu. Varla er líklegt, að
Kerlingardalsbærinn hefði orðið fyrir flóði af jökulhlaupi,
þó að ég þori ekki að fortaka það (t. d. að teppzt hefði út-
rennsli Kerlingardalsár).1) ÓUklegt þykir mér, að hlaup-
ið hefði náð til Fagradalsbæjarins, svo hátt stendur hann.
Hins vegar er alls ekki fyrir að synja, að bærinn og kirkj-
an í Hjörleifshöfða hefðu orðið fyrir hremmingu, eins og
síðar varð um þann bæ, og gat það verið nóg til þess, að
kirkjan risi ekki aftur úr rústum. En þá er hin kirkjan,
sem eyddist í hlaúpinu, og koma manni þá í hug sagnirnar
af Lágeyjarstað. Höfðabrekkukirkja var samkvæmt kirkna-
tali Páls biskups ein af aðalkirkjum þeim, sem skráðar
eru (prestskyldarkirkjur), og er þá eðlilegt að hugsa sér,
að bæir allt austur að Eyjará hafi legið til hennar, þar
með kirkja í Lágey, ef til hefur verið. Á frásögn séra Jóns
Steingrímssonar er að skilja, að einhver Höfðabrekkumál-
dagi gefi upplýsingar um byggð á Mýrdalssandi; sá mál-
dagi er nú ekki til, það ég veit, en ekki dettur mér í hug,
að orð séra Jéns um þetta séu gripin úr lausu lofti. Þætti
1) D. I. III 292-3, IX 88.
2) D. I. IX 189.
3) Sögn Eyjólfs Guómundssonrr hreppstjóra á Hvoli.
4) Sbr. „Meii'greint vatnshiaup gekk inn úr Sundum og færði
jökulinn svo nær undir Kerlingardalsbæ, af hvei'ju Kerlingardalsá
uppstíflaðist, svo hún enga framrás hafði 20 dægur, hvar af bæn-
um varð ei óhætt, þar til það framrás náði undir jöklinum1' — um
Kötlugos 1721, Safn t. s.-ísl. IV 223.