Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 65
Skírnir
Jón Sigurðsson og stefnur í verzlunarmálum
63
hagfræðilegu sjónarmiði eru rit ýmissa annarra sam-
tímamanna hans, svo sem þeirra Arnljóts Ólafssonar og
Gísla Brynjólfssonar, merkari, en báðir þessir menn rit-
uðu m. a. í Ný félagsrit um hagfræðileg efni.
I fyrrnefndri grein sinni í 3. árg. Nýrra félagsrita ræð-
ir Jón Sigurðsson m. a. um stefnu þá, sem fylgja beri í
verzlunarmálum, og hallast hann þar mjög á sveif með
hinni frjálslyndu verzlunarstefnu, eins og eftirfarandi til-
vitnanir úr grein þessari m. a. sýna.
Á bls. 52-53 í áðurnefndum árgangi Nýrra félagsrita
segir Jón Sigurðsson svo meðal annars, eftir að hann
hefur rætt um þá annmarka á verzlun með íslenzkar af-
urðir, sem stafi af því, að aðalkaupstefna fyrir þessar af-
urðir sé ekki í landinu sjálfu : „Annar annmarkaflokkur rís
af því, að verzlun íslands er bundin við eitt land, en bægt
frá öllum viðskiptum við öll önnur. Þetta er móthverft öllu
eðli verzlunarinnar og allrar menntunar, því þar er grund-
völluð á framför og velgengni mannkynsins, að hver býti
öðrum gæðum þeim, sem hann hefir, og allir styðji eftir
megni hver annan. Þegar syndgað er móti þessari reglu
og boðorði náttúrunnar sjálfrar, þá er hegning viss hverri
þjóð, sem það gjörir, og hegning sú er skömm og skaði
hennar sjálfrar. Ekkert land í veröldinni er sjálfu sér ein-
hlítt, þó heimska manna hafi ætlað að koma sér svo við,
að það mætti verða, en ekkert er heldur svo, að það sé
ekki veitanda í einhverju, og geti fyrir það fengið það,
sem það þarfnast. . . . Þegar nú verzlanin er frjáls, þá
leitar hver þjóð með það, sem hún hefir aflögu, þangað,
sem hún getur fengið það, sem hún girnist, eða hún færir
einni þjóð gæði annarrar . . .“ o. s. frv.
Á bls. 64 segir ennfremur: „ . . . en stefna sú, sem hún
[íslenzka verzlunin] hefir tekið síðan 1787, hefir verið
góð og eðlileg að því leyti, að hún hefir sýnt hverjum, sem
að vill gæta, að verzlaninni er eins háttað á íslandi eins
og annarsstaðar: að því frjálsari sem hún verður, því
hagsælli verður hún landinu."
Enn segir svo á bls. 78: „Enn styrkist mál vort, þegar