Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 211
Skírnir
Byggð á Mýrdalssandi
209
bæ fyrir presti, og fengið í staðinn fjöruna og ef til vill
önnur fríðindi. Síðan hefur bærinn farið í eyði, prest-
skyldin hverfur, en fjaran helzt í eigu klaustursins. Nú
veit enginn, hvar þessi jörð hefur verið, hún er gleymd.
Um leið og horfið er frá Hafnarnesi, má geta þess, að
sögn er, að bænhús hafi verið á Herjólfsstöðum, og er þar
Bænhúshóll í túninu. Annars er ekki getið um aðrar
kirkjur en í Þykkvabæ. Eru þó ekki svo fáir bæir í Álfta-
veri, og eru kirkjur hér færri en tíðkast í sumum næstu
sveitum, t. d. Mýrdal. Ekki þætti mér ólíklegt, að for-
ráðamenn ,,staðarins“ í Þykkvabæ hafi ekki hirt um að
eyða fé í allt einar smákirkjur á þeim jörðum, sem stað-
urinn átti, þótt réttara, að það gengi til að efla klaustrið.
Svipuðu máli held ég gegni um Kirkjubæjarklaustur og ef
til vill fleiri staði.
IX.
Fleiri heimildir en nú eru taldar um þetta mál eru mér
ekki kunnar, en ekki er fyrir það að synja, að eitthvað
verði enn grafið upp. En þó að þetta sé heldur fátæklegt,
má þó margt af því ráða. Og ef jarðfræðingur bæri hér
saman við þá vitneskju, sem jarðfræðin kann að gefa,
kynni að mega komast eitthvað lengra en áður hefur ver-
ið gert.
Hér að framan mælti ég nokkrum varygðarorðum um
munnmæli síðari tíma, og hygg ég rannsókn eldri heim-
ilda hafi sýnt, að þau orð væru réttmæt. En þær hafa
einnig sýnt, að þó að líklegt megi þykja, að oftalið hafi
verið í sumum eyðibýlaskránum, hefur þar einnig verið
vantalið. Telja má víst, að í Álftaveri og á Mýrdalssandi
hafi þó nokkrir bæir verið, sem alveg hafa gleymzt síðari
tíma mönnum. Máldagi Þykkvabæjarklausturs veitir af
tilviljun vitneskju um tvo. Nöfn hinna munum við aldrei
fá að vita.
Niðurstaða þessarar rannsóknar verður þá sú, að byggð
á Mýrdalssandi hafi haldizt nokkuð lengi fram eftir, en
14