Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 129
Skírnir
Úr Samdrykkjunni
127
að hlýða á, væri lofstír í því fólginn að segja aðeins fögur
orð um það, sem lofa skyldi, án þess að hirða um, hvort
þau ummæli stæðust öll prófraun sannleikans eða ekki.
Væri sér um megn að bæta enn einni lofræðu við af þessu
tæi. Ef viðstaddir boðsmenn vildu samt ekki með öllu
verða af ræðu hans, þá yrðu þeir að leyfa honum að haga
henni eftir hans eigin aðferð. En áður en lengra yrði hald-
ið, yrði hann að ganga frá undirstöðu greinargerðar sinn-
ar með forspjalli við Agaþón.
Allir samþykkja þetta, og hefst nú forspjall þeirra Só-
kratesar og Agaþóns. Rekur að því, að Agaþón neyðist til
að taka aftur fullyrðingar sínar um æsku, fegurð og gæzku
guðsins. Verður niðurstaðan á þessa leið:
a) Eðli Erosar, ástarinnar, er vissulega að elska, að
þrá hið fagra. En menn geta einungis þráð það, sem
þeir eiga ekki.
b) Elski menn eitthvað, sem þeir eiga þegar, þá ala þeir
einnig í brjósti þrá, þá þrá að halda áfram að eiga
það og efla og treysta eign sína um ókominn tíma.
c) Jafnframt birtist ástin sem eign (þ. e. þráarinnar),
og ekla (þ. e. þess, sem þráð er). Eros getur því
hvorki verið fagur né góður (því að hið fagra verð-
ur ekki skilið frá hinu góða), en hann keppir eftir
hvoru tveggja.
Að þessum athugunum loknum, hefur Sókrates upp
ræðu sína.
Ræða Sókratesar.
Og þér ætla eg nú að sleppa, en fræðslu þá um Eros,
sem eg eitt sinn fékk af munni Díotímu, mantíneiskrar
konu, sem bæði var fróð um þetta og margt annað og sem
einhverju sinni, áður en drepsóttin dundi yfir, afrekaði
Aþeningum með fórnfæringu tíu ára frestun sóttarinnar;
— hún fræddi mig nú einnig um ástarefni; og þá fræðslu,
er hún veitti mér, ætla eg nú sjálfur, eftir því sem okkur
Agaþóni hefir komið saman um, að hafa upp fyrir ykkur