Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 17
Skírnir
Dróttkvæða þáttur
15
sem áheyranda finnist hann þreifa á hlutum, þegar hann
hlýðir á kvæði þeirra.
IV
Kenningar eru annar meginþáttur skáldamálsins. Þær
koma að vísu fyrir í eddukvæðum og fornkvæðum annara
germanskra þjóða, en hafa náð miklu meiri útbreiðslu í
dróttkvæðum en nokkurstaðar ella og eru eitt aðalein-
kenni þeirra. Engan efa tel ég á, að dróttkvæðaskáldin
eigi alveg sérstakan þátt í þróun kenninganna.
Kenning er tvíliðuð umritun á nafnorðshugtaki, og er
hvor liður nafnorð. Sem dæmi má nefna: Jarðar burr
(Þór), baug-broti (maður), mar-blakkr (skip), gulls viðr
(maður). Síðari liður kenningarinnar kallast stofn henn-
ar (burr, -broti, -blakkr, viðr), hinn fyrri kenniorð (Jarð-
ar, baug-, mar-, gulls). Tengsl þeirra eru alltaf á þá leið,
að kenniorðið stendur í eignarfalli, sem stofnorðið stýrir,
eða úr þeim er búið til eitt samsett orð, og er þá fyrri
liður þess kenniorðið.
En nú má leysa kenniorðið upp, þannig að í stað ‘gulls’
komi kenning fyrir gull, t. d. ‘öldu eldr’; kenniorði þeirr-
ar kenningar má svo aftur breyta í kenningu (t. d. Leifa
land) ; með þessu móti geta kenningar orðið langar, og er
þá kallað, að þær séu reknar.
Heiti er skapað í eitt skipti fyrir öll. Eygló þýðir sól,
það kemur fram óbreytt aftur og aftur, hjá sama skáldi,
hjá öðrum skáldum. Þessu er nokkuð öðru vísi farið um
kenningar. Orðið „beneldr“, sem er haft um vopn, gæti
að vísu komið fyrir hjá mörgum skáldum, en það gerir
það ekki nema einu sinni (hjá Eyvindi skáldaspilli). Hin
skáldin segja: benfasti, benfúrr, benlogi, benmáni, ben-
sól, og þeir gætu alveg eins haft í staðinn fyrir „ben“ eitt-
hvert annað orð samrar eða svipaðrar merkingar, t. d.
sár, und e. þ. h. Hugmynd kenningarinnar er óbreytan-
leg, en búningurinn er síbreytilegur. Skáldunum er sýni-