Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 215
Sldrnir Bréf frá Kaupmannahöfn 1850 213
já; hann spurði mig að, hvort eg væri þar enn þá; eg sagði
nei. Hann spurði mig, hvort eg hefði nokkuð að gera, eg
sagði nei. Hann sagði eg skyldi sýna sér allt það, sem eg
hefði gjört, og það gerði eg, en hann sagði það væri undr-
unarlega gott, helzt pennamyndirnar; hann sagði það
lýsti náttúrugáfum að geta teiknað með þeim verkfærum
og bauð mér strax að kenna mér að teikna heima hjá sér
fyrir ekkert, og hefi eg verið þar síðan allan daginn (allt-
af til þessa dags), en frá þvottakonunni Mdam Jenssen
fór eg þann 11. Martz og til eins þénara hjá kónginum,
og bjó þar saman með einum íslenzkum kandídat Gísla
Magnússyni, og þar hefi eg verið síðan vel haldinn, svo eg
hefi ekki getað kosið mér það betra; eg hefi haft þar nóg-
ar bækur að lesa, og hefi eg lesið í gegnum allar íslenzku
sögurnar, sem eg hefi vitað af prentuðum, og margt ann-
að fleira, því menn brestur hér ekki bækur; eg hefi alltaf
verið heilsugóður, svo að eg hefi ekki verið einn dag sjúk-
ur; mér gengur bærilega að læra málið.
Nú verð eg að segja upp allan málavöxt og mína fyrir-
ætlan. Eg hefi lært hjá prófessor Hets í vetur mikinn
hluta af þeim fyrstu grundvallarreglum og mælingum,
sem kallast geometri (mælingarfræði), og svo er eg nærri
búinn með ster [e] ómetrí, sem er miklu stærri; það er og-
svo mælingar, sem ómögulegt er utan að vera, til dæmis1)
teningur með sýndum öllum köntum og einn í gegnum;
það er ekki til neins að sýna meira. af því. Málari Helsted
hefur boðið mér til sín (ogsvo fyrir ekkert), og skal eg
vera þar á daginn til kl. 12, en hjá Hets seinni partinn, og
á skólanum á kvöldin, og sjá menn, að mig vantar ekki
kennendur, og er gott að fá þá svo fyrir ekkert, því það
eru einir þeir beztu í bænum haldnir, og eru víst fáir, sem
hafa orðið fyrir því láni; en hefði eg orðið að borga kennsl-
una, þá hefði kostnaðurinn orðið hálfu meiri, þó að nokk-
ur muni þykja, því það er ekki gefið, það kostar jafnan
10 dali um mánuðinn. Eg hefi brúkað í allt þennan tíma,
1) Hér er í hdr. mynd af teningi.