Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 98
96
Halldór J. Jónsson
Skírnir
mennt mál, að Wessel hafi einkum þókt vænt um Sigurð
og lagt hendur í höfuð honum, einsog til að leggja yfir
hann anda sinn. . . .“
Sé einhver hæfa í þessum orðrómi, þá hafa Wessel og
Sigurður kynnzt einhvern tíma á árunum 1779-85, því að
Sigurður kom til Hafnar 1779, en Wessel lézt 1785. Wessel
var löngu hættur námi, þegar hér var komið sögu, svo að
ekki hafa þeir kynnzt við háskólann. Nafn Wessels er
hins vegar nátengt annarri stofnun, sem hafði aðsetur í
Kaupmannahöfn á þessum árum, Hinu norska félagi, er
svo var kallað. Þessi samtök má rekja til nokkurrar vakn-
ingar meðal Norðmanna, sem hófst upp úr miðri öldinni.
Fyrsti vísir til félagsins var sá, að ungir Norðmenn, eink-
um stúdentar, fóru að venja komur sínar á veitingahús
nokkurt í borginni, aðallega til púnsdrykkju, en meðal
þessara ungu manna ríkti mikill áhugi á bókmenntum, og
varð það til þess, að samkomurnar fengu smám saman
fastara snið, unz félagið var formlega stofnað árið 1774.
Norska félagið barðist einkum gegn hinni þýzkættuðu
skáldskaparstefnu Ewalds, sem þá mátti sín mest með
Dönum. Wessel var mestur áhrifamaður í félaginu frá
upphafi og alla tíð, meðan hann lifði, og hændist að því
fjöldi ungra manna fyrir fyndni hans og andríki.
Norskir jafnaldrar Sigurðar Péturssonar, er stunduðu
nám við háskólann samtímis honum, voru margir í félag-
inu, og hefði hann getað komizt í kynni við Wessel fyrir
tilstilli einhvers af þeim. Eins og nafnið bendir til, var
félagið fyrst og fremst ætlað Norðmönnum, en dæmi voru
til þess, að norsksinnuðum Dönum var leyfð innganga,1)
og var þá ekki síður ástæða til, að íslendingar fengju upp-
töku, ef svo bar undir.2) Eftir þessu virðist ekki loku
1) Sbr. Prancis Bull: Norges Litteratur fra Reformationen til
1814, 469.
2) Sá, sem þetta ritar, hefur ekki átt þess kost cð sjá lög félags-
ins, sem prentuð voru 1785, né heldur itarlegustu rit, sem til eru
um það.