Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 51
Skírnir
Leikfélag andans
49
og sorgarleikir, hafi menntandi áhrif á þjóðirnar um leið
og þeir gefa mönnum saklausa skemmtun“.
í þessum anda voru einkunnarorðin, sem Sigurður Guð-
mundsson gaf leiksviðinu í Reykjavík og festi með skraut-
lýstum stöfum yfir leiksviðinu í Nýja klúbbi veturinn
1858-59. Fjóra vetur í röð var leikið á þessu leiksviði, á
þriðja vetri var Leikfélag andans stofnað, en eftir það
léku félagsmenn þrjá vetur, 1865-66, 1872-73 og 1873-74.
Einkanlega urðu leiksýningarnar 1865-66 afdrifaríkar
fyrir leiklistina hér. Þá settu fimm forustumenn leikanna,
þeir Helgi E. Helgesen, Sigurður málari, Lárus Þ. Blön-
dal, forseti félagsins það ár, síðar sýslumaður, Jón A.
Hjaltalín og Þorvaldur Stephensen, upp gjafabréf, þar
sem þeir gefa Reykjavíkurbæ 100 rdl. af ágóða sýning-
anna og öll leikáhöld með það fyrir augum, að „scenuhús
yrði síðar meir byggt fyrir (sjóðinn) — með þeim hætti,
að þegar bæjarmenn hér fengi sér almennt og sameigin-
legt samkvæmishús, þá yrði byggt út úr því minna hús,
er einungis væri til þess ætlað, að þar stæði leiksviðið
sjálft“.7) Þetta var upphaf skipulegrar leiklistarviðleitni
í bænum. Þeir, sem síðar léku, gátu notað áhöld sjóðsins
gegn nokkurri leigu, en sjóðurinn sjálfur rann að lokum
til iðnaðarmanna, þegar þeir byggðu samkvæmishús sitt
við Vonarstræti, en það hefur verið aðalleikhús Reykvík-
inga í hálfa öld.
Því hefur verið haldið fram, að Stúdentafélag Reykja-
víkur (Hið íslenzka stúdentafélag) hafi gengizt fyrir
sjónleikunum í Glasgow-húsinu veturna 1872-73 og 1873—
74. í rauninni er ekki annar fótur fyrir þessu en ummæli
Þjóðólfs, sem segir: „stúdentar lækna- og prestaskólans
héldu uppi leikjum“. Þegar að er gáð, kemur í ljós, að
þeir, sem léku þessa tvo vetur, voru, að undanskildu kven-
fólkinu, félagar í Kveldfélaginu, og er sönnu nær að telja
það félag fyrir leikunum. Hið íslenzka stúdentafélag gerði
nokkru síðar tilraun til þess að ná undir sig eignum leik-
tjaldasjóðs, en mistókst (1876). Bréf fóru á milli Björns
Jónssonar, sem þá var formaður Stúdentafélagsins, og
4