Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 132
130
Platón
Skímir
milli samtengt; við það styðst og þrífst öll spáfræðin og
kunnátta prestanna að því er snertir fórnfæringar, vígslu-
athafnir, yfirsöngva, spásagnir allar og töfralist. Guð-
irnir hafa vitanlega ekkert samneyti við mennina, heldur
framfara öll viðskipti og viðurtal milli guða og manna,
hvort heldur í vöku eða svefni, fyrir þessa milligöngu. Sá,
sem í þessu hefir kunnáttu til að bera, er „dæmónskur"
maður, en sá, sem í einhverju öðru er kunnandi, hvort
heldur einhverri list eða verkiðn, hann er handverksmað-
ur. Þessir ,,dæmónar“ eru margir og margvíslegir, og einn
þeirra er Eros.“
,,En hvern átti hann að föður og hverja að móður?“
„Það er nú saga að segja frá því, en samt skal eg segja
þér það,“ mælti hún. „Þar er þá til máls að taka, að þeg-
ar Afrodíte var fædd, þá héldu guðirnir gildi, og var einn
á meðal þeirra Poros (Auður) Metisar-son; nú sem þeir
höfðu matazt, kom Penía (Örbirgð) til að biðjast bein-
inga, með því að hér var glatt á hjalla, og stóð hún við
dyrnar. En Poros, sem var drukkinn af Ódáinsmiði — vín
var þá ekki enn komið til — hafði gengið inn í lystigarð
Sevs og sofnað þar út af, með því að honum var orðið höf-
ugt. Nú sat Penía fyrir þurftar sinnar sakir um tækifæri
til að geta barn við Porosi, lagðist því niður hjá honum
og varð þunguð með Erosi. Þess vegna varð líka Eros
fylgisveinn og þjónn Afrodíte, þar sem hann var getinn
á hennar fæðingarhátíð; þar við bætist og, að hann eftir
eðli sínu elskar hið fagra og það með, að Afrodíte er fög-
ur. En með því að Eros er sonur Porosar (Auðs) og Peníu
(Örbirgðar), þá er honum einhvern veginn þannig hátt-
að: í fyrsta lagi er hann sísnauður og fjærri fer því, að
hann sé fíngerður og fagur, eins og flestir hyggja, heldur
er hann harður og óhreinn, skólaus og húsnæðislaus, ligg-
ur á víðavangi með ekkert yfir sér, sefur fyrir dyrum úti
undir beru lofti og kippir að því leyti í kynið til móður
sinnar, að hann á við sífelldan skort að búa. En hitt hefir
hann af föður sínum, að hann er á veiðum eftir því, sem
fagurt er og gott; að hann er hraustur, fylginn sér og út-