Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 93
Skíinir
Stellurímur
91
tektarvert um Stellurímur. Yrkisefni þeirra á sér mjög
sérstæða, jafnvel dálítið skringilega sögu, sem er vel þess
verð, að hún sé rakin.
í mansöng I. Stellurímu eru þessar vísur:.
8. Sögu þá, eg- seggjum ber
af Sónar bikar rennda,
hana frægur hefur mér
Hermann Wessel kennda.
9. Dönum settur hann var hjá
Hvítbjarg-sx) strauma yfir,
þó hann nú sé fallinn frá,
fagurt mannorð lifir.
I þessum vísum er skýrt afdráttarlaust frá því, hvert
yrkisefni rímnanna er sótt, og af síðari vísunni má ráða,
að skáldið hefur borið hlýjan hug til sögunautar síns. Ef
við flettum kvæðasafni Wessels með Stellurímur í huga,
verður fyrir okkur kvæði með fyrirsögninni Stella. Við
nánari eftirgrennslan kemur í ljós, að kvæði þetta er af-
bökun eða skopstæling á samnefndu leikriti eftir Goethe,
en fróðir menn hafa fyrir satt, að nokkur efnisatriði þessa
leikrits hafi Goethe sótt til írska rithöfundarins Jona-
thans Swifts.
II.
Jonathan Swift var, sem kunnugt er, eitt af stórmenn-
um enskra bókmennta á sinni tíð. Allt um það varða rit-
störf hans litlu í þessu sambandi. Hér ber annað til, nefni-
lega það, að Swift var bendlaður við undarleg og dular-
full kvennamál, sem hafa orkað mjög á ímyndun manna,
jafnvel allt fram á okkar daga. Swift var fæddur á írlandi
1687, en fluttist að námi loknu til Englands og starfaði
þar um árabil. Þar varð á vegi hans stúlka sú, sem kunn
er undir nafninu Stella, en hét reyndar Esther Johnson.
1) S. s. Hnitbjargs. Myndin Hvítberg kemur stundum fyrir í
rímum, sjá B. It. Þórólfsson: Rímur fyrir 1600, bls. 196.