Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 32
30
Eir.ar Ól. Sveinsson
Skírnir
samlíkingar (metaphora). Einum hlut er líkt við annan.
Hér að framan voru sýnd dæmi þess, að samlíkingin fékk
líka vald yfir sagnorðinu. En þess eru nóg dæmi, að aðrar
kenningar vísuhelmingsins lagist eftir einni. Kemur þá f ram
það fyrirbrigði, sem Snorri Sturluson kallar nýgjörving og
fer um svofelldum orðum: „Þat eru nýgörvingar at kalla
sverðit orm ok kenna rétt, en slíðrirnar götur hans, en
fetlana ok umgörð hams hans; þat heldr til ormsins nátt-
úru, at hann skríðr ór hamsi ok til vatns; hér (o: í vís-
unni, sem á undan fer) er svá sett nýgörving, at hann ferr
at leita blóðs bekkjar at, þar er hann skríðr hugar stígu;
þat eru brjóst manna. Þá þykkja nýgörvingar vel kveðn-
ar, ef þat mál, er upp er tekit, haldi of alla vísu-lengð; en
ef sverð er ormr kallaðr, en síðan fiskr eða vöndr eða
annan veg breytt, þat kalla menn nykrat, ok þykkir þat
spilla.“
Ég hygg sannast mála, að það fyrirbrigði, sem Snorri
kallar nykrað, hafi heyrt til kenningastílsins frá upphafi
og sé sá jarðvegur, sem nýgjörvingarnar spretta úr: ný-
gjörvingin er persónulegt afrek skáldsins í hvert sinn.
Til að glöggva sig á nýgjörvingum er hentugt að líta
á fáein dæmi.1)
Mesti nýgjörvingameistari fornaldar er sjálfsagt Egill
Skalla-Grímsson. Hann er sá, sem sýnir, hvað hægt er að
gera úr þessu listarbragði. Aftur og aftur beitir hann því
til að tjá hug sinn eða reynslu. í Arinbjarnarkviðu rekur
t. d. ein nýgjörvingin aðra. 1 5. v. segir hann:
Vasa þat tunglskin
tryggt at líta
né ógnlaust
Eiríks bráa,
þás ornifránn
ennimími
1) Sjá annars athugasemdir Guðmundar Finnbogasonar í Acta
philologica Scandinavica IX 69 o. áfr. og í íslendingum, bls. 175
o. áfr.