Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 97
Skírnir
Stellurímur
95
Wessel fylgja ýmsa útúrdúra og kímilegar bollalegging-
ar, eins og vandi hans var. Margt af því eru hnútur til
leikritshöfundar, og ber þá að hafa í huga, að Wessel og
félagar hans voru mjög andvígir stefnu Sturm-und-Drang-
skáldanna, enda gerir Wessel óspart gys'að tilfinninga-
mærð Goethes:
Du, som best lide kan lidt ömt og' fiint i Talen,
Henvend Dig’ til Originalen.
Mestur slægur hefur Wessel sýnilega þótt í leikslokunum,
því að kvæðinu lýkur með eftirfarandi siðalærdómi:
Naar i dit Skuespil ei Knuden löses kan,
Da gielder det r.t vise dig som Mand,
Da hæv dig over feige Mængde,
Og naar dit Stykke har behörig Længde,
Hug over kiæk den gordianske Knude,
At Stykket i betids kan være ude,
Og viis, at du og vove tör,
Hvad Alexander voved’ för!
Kvæði Wessels er ekki nema 477 ljóðlínur, svo að sögu-
efnið, sem Sigurður Pétursson fékk í hendur, er í rýrara
lagi, enda stiklar Wessel fremur lauslega á sögunni.
III.
Það er mál manna, að Sigurður Pétursson og Wessel
hafi verið kunningjar eða vinir, og verður það naumast
véfengt, þó að litlum heimildum sé til að dreifa þessu til
stuðnings. Eins og áður var að vikið, verða menn engu
nær um þetta af æviágripi Árna Helgasonar.
í 7. árg. Nýrra félagsrita árið 1847 birtist dómur um
útgáfuna á ritum Sigurðar og er talinn vera eftir Jón
Sigurðsson. Þar segir svo (bls. 188-89):
„Þegar Sigurður var í Kaupmannahöfn var þar sam-
tíða honum norskur maður, sem Wessel hét. . . . íslend-
ingar og Norðmenn héldu jafnan saman móti Dönum við
háskólann og því var mikil vinátta milli þeirra; það er al-