Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 22
20
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
um samheitum, en ef dróttkvæðaskáld ætlaði sér að fara
að búa til nýjar samlíkingar út í loftið, fengi hann vissu-
lega ekki önnur laun en háð og spott. Þessa föstu reglu
verður ekki mikið rætt um í þessari grein, aðeins er geng-
ið að henni vísri. Svo hörð var hún, að hjá smáskáldum
gat hún drepið skáldskapinn. En það er önnur saga, sem
ekki verður sögð hér.
V
Eins og vikið var að áður, er kenningastíllinn með því
marki brenndur, að skáldin leitast við að tjá sömu hugs-
unina nýjum og nýjum orðum. I stað þess að kalla skipið
‘sævar hest’ aftur og aftur, leita þau uppi hvers kyns
hestaheiti, bæði samnöfn og sérnöfn: marr, jór, fákr,
skær, Hrafn, Faxi, Sleipnir, ef þau fara ekki lengra, út
fyrir hóp hestanna og nefna til önnur dýr: hrút, varg,
eyk, hrein, hjört, elg o. s. frv. Og fyrir kenniorð hafa þau
ekki aðeins regluleg sævarheiti, svo sem haf, marr, græðir,
víðir, heldur og orð, sem tákna sérstök fyrirbrigði sævar-
ins, svo sem áll, brim, sund, alda, hrönn — vitanlega að
ógleymdum nöfnum á fljótum og fjörðum. Við þetta öðl-
ast kenningarnar fjölbreytni og líf. Hver liður tjáir sitt
brot af veruleikanum; ‘gjálfrteigr’ er haf, en hefur þó
nokkuð bæði af gjálfri og teig; ‘svana dalr’ er líka haf, en
það er með öðrum blæ, þar fljúga svanir yfir öldudali.
Það, sem mest nýjabragð gefur hinum gömlu kenning-
um, er einmitt hneigð skáldanna að nefna heldur nöfn sér-
stakra fyrirbrigða en almennra hugtaka. Það er auðgert
að sýna glögg dæmi um þetta.
Á 12. öld var vaxtarmegin kenningastílsins tekið að
þverra, en þó var ein algræn grein á hinum haustlita
forna meiði, en það voru kenningar kristilegs efnis, sem
koma fram í helgikvæðunum. Ein guðskenningin var
‘himins konungr’, og er hún beint tekin úr útlendu guð-
ræknismáli: rex coelorum. í Harmsól Gamla kanoka í