Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 37
Skírnir
Leikfélag’ andans
35
sama fundi af þeim, er ofannefnt ár léku kómedíu í
Reykjavík."
Á þessa leið hefjast fundargerðir félagsins. Fundarbæk-
ur, þrjár að tölu, eru nú í Landsbókasafni ásamt nokkr-
um skjölum félagsins. Fáir hafa gert sér ómak út af
fundarbókunum, þó að þær geymi ýmsar gagnlegar upp-
lýsingar um menn og málefni sinnar tíðar. Sjálft félagið
er fallið í gleymsku, ef svo mætti að orði komast um fé-
lag, sem aldrei komst í minni manna, annarra en þeirra,
sem þar voru félagar. En þeir, sem á annað borð brjótast
fram úr súndurleitum fundargerðum hinna ýmsu fundar-
ritara, fá áreiðanlega nokkuð fyrir ómakið. Þeir koma á
fundi með ungum mönnum, sem síðar urðu margir hverj-
ir þjóðkunnir, þeir kynnast því, hvernig þessir menn
brugðust við málum og stefnum, kynnast hugðarefnum
þeirra, gleðjast með þeim, þegar þeir vinna á, undrast
aldarfarið, sem stöðvar framsókn þeirra hvað eftir ann-
að. Þegar þessir ungu menn eru: Helgi E. Ilelgesen skóla-
stjóri, Sigurður Guðmundsson málari, Eiríkur Magnús-
son í Cambridge, skáldin Matthías Jochumsson og Krist-
ján Jónsson, Yaldemar Briem vígslubiskup, Eiríkur Briem
prófessor, Jón Ólafsson ritstjóri, prestarnir Jón Bjarna-
scn í Winnepeg, Lárus Halldórsson, Páll Sigurðsson og
Jens í Görðum, auk margra annarra mætra manna, getur
það vel svarað kostnaði að koma á fund með þeim í félag-
inu, sem þeir héldu á laun.
Nafn félagsins, „Leikfélag andans“, og tildrög stofn-
unar gæti bent til þess, að leiklistin hafi setið í fyrirrúmi
í félaginu. Svo var samt ekki. Félagið breytti um nafn á
þriðja ári, hét upp frá því „Kveldfélagið“. Það átti þátt
í sjónleikum eða efndi til þeirra þó nokkrum sinnum, með-
an það var við lýði, og tvo vetur í röð höfðu stofnendur
félagsins sýnt sjónleiki í Reykjavík, áður en félagið var
stofnað, en efst á blaði var leiklistin samt ekki hjá félag-
inu. Félagið var fyrst og fremst málfundafélag, og það
lét öll menningarmál og framfaramál til sín taka, en yfir
höfuð voru engar skorður við því settar, hvað ræða mátti
3*