Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 38
36
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
í félaginu, fyrir utan fjárkláðamáliS. Það var bannfært.
Einhverjum fundarmanni varð einu sinni á að minnast
á fjárkláðann, og vildi forseti þá slíta fundi, úr því að
málið væri komið inn í umræður.
Hálft í hvoru var félagið stúdentafélag, af 12 stofnend-
um voru 10 háskólaborgarar, ef Sigurður Guðmundsson
málari er talinn til þeirra, en hann hafði gengið á lista-
háskólann í Höfn. Tveir voru verzlunarmenn. Á fyrsta
ári voru teknir í félagið tveir háskólaborgarar, tveir skóla-
piltar, einn listfengur fróðleiksmaður og einn verzlunar-
maður.1) Hlutföllin í þessari upptalningu héldust nokk-
urn veginn í félaginu alla tíð, en undir lokin ber enn meir
á stúdentunum. Þá, eða nánar tiltekið 28. marz 1873, er
fundur haldinn í félaginu og til umræðu: Stúdentalíf í
Reykjavík, frummælandi Lárus Halldórsson. Hann spyr:
Hvað er stúdent, og í sömu andránni „vill hann útvíkka
spursmálið svo það yfirgrípi stúdenta og þá, sem standi
þeim jafnt, þótt ekki hafi þeir testimonium“. Hér er
greinilega átt við áheyrendurna, m. ö. o. þeir kveldfélag-
ar hafa sjálfir skoðað félag sitt sem eins konar stúdenta-
félag. — Talið er, að Hið íslenzka stúdentafélag (Stúd-
entafélag Reykjavíkur) sé stofnað 14. nóv. 1871 og fyrstu
formenn þess Valdemar Briem og Lárus Halldórsson.
Fyrstu fundarbækur Stúdentafélagsins eru glataðar, en
eftir því, sem fram kemur í fundargerðum Kveldfélagsins
1873 og aftur vorið 1874, er nokkurn veginn víst, að Hið
íslenzka stúdentafélag er stofnað á rústum Kveldfélags-
ins og þá ekki fyrr en 1874, en Lárus Halldórsson fyrsti
formaður félagsins, eins og Indriði Einarsson hefur eftir
sögusögn Eiríks Briems og síra Sigurðar Gunnarssonar
í 50-ára afmælisriti félagsins. Stúdentafélag Reykjavíkur
getur þá rakið sögu sína til Kveldfélagsins, hins fyrsta al-
menna stúdentafélags í Reykjavík, þó með þeim takmörk-
unum, sem í félagslögum segir; í annan stað getur Félag
Háskólastúdenta tengt við sína sögu kafla um félag presta-
og læknaskólastúdenta, sem stofnað var 14. nóv. 1871, en
þar var Valdemar Briem formaður til vors 1873, en Lár-