Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 77
Skímir
Norrænt mál vestan fjalls og vestan hafs
75
lenzku, og í suðvesturlenzku má auk þess greina milli
Rygjamáls og innri suðvesturlenzku. Af meiri háttar mun
milli þessara mállýzkna má nefna, að í þrænzku og aust-
lenzku varð sjaldnast u-hljóðvarp af a, ef u hélzt í næsta
atkvæði, t. d. „allum mannum“. Sérhljóð í endingum voru
(fyrir utan a) i - u og e - o, þannig að samræmi er á milli
sérhljóðs í endingu og sérhljóðs í undanfarandi atkvæði.
Á eftir ,,nálægum“ (high) sérhljóðum fór i og u í ending-
um, og á eftir „miðlægum“ (mid) og „fjarlægum" (low)
sérhljóðum fór e og o, en á eftir miðlægu hljóðvarpshljóð-
unum Q og æ fór samt einnig i og u, og á eftir á (fjarlægu
hljóði) fór e og u. í þrænzku (og austlenzku) var þannig
ritað t. d. bygðir og lutir (þ. e. ísl. hlutir), en hins vegar
sþner (þ. e. ísl. synir) og váner, og t. d. stæinum og lutum
(þ. e. ísl. hlutum), en á hinn bóginn stórom og bátom. í
norðvesturlenzku var einnig sérhljóðasamræmi, en hún er
frábrugðin þrænzkunni um það atriði, að u-hljóðvarp af a
var algjört: ollum monnum. í Rygjamáli var einnig u-
hljóðvarp, en ekki sérhljóðasamræmi; sérhljóðar í end-
ingum voru e og o (auk a) : ollom mpnnom, luter, bygðer
o. s. frv. í innri suðvesturlenzku, sem annars líktist mjög
Rygjamáli, var eins á komið um u-hljóðvarpið, en sérhljóð
í endingum voru venjulega i og u, pllum mpnnum, lutir,
bygðir, vánir o. s. frv. í mörgum ritum frá innra suð-
vesturlandi verður oft vart við e og o jafnhliða i og u, en
þar gætir lítt reglu, sérhljóð í endingum laga sig ekki eftir
sérhljóðinu í undanfarandi atkvæði. (Þó kemur til mála,
eins og síðar verður á drepið, að í suðvesturlenzku hafi
einnig gætt sérhljóðasamræmis fyrir þann tíma, er rit-
aðar heimildir eru frá.) Mörg önnur einstök atriði, sem
vér finnum oft menjar um í sveitamállýzkum á vorum
dögum, stuðla að því að gera oss ljósan muninn á gömlu
mállýzkunum. 0g munurinn kemur ekki eingöngu fram
í sjálfu hljóðkerfinu. Orðaforðinn hefur einnig verið mis-
munandi, og einstök orð hafa haft frábrugðna merkingu
í ýmsum landshlutum. Enn fremur er munur á rithætti
orðanna og einnig á sjálfri stafagerðinni.