Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 95
Skírnir
Stellurímur
93
milli þeirra. Þegar hugarkvöl sú, sem af þessu hlýzt, er
að verða persónunum ofviða og hjörtu þeirra að renna
sundur í sega, bjargast allt við á óvæntan hátt. Annarri
kvenhetju leiksins er þá lögð í munn saga1) um mann,
sem leysti áþekkan vanda með tvíkvæni, og leysir hún þar
með (eða heggur) örlagahnútinn, áður en allt er um sein-
an. Leikritinu lýkur þannig, að konurnar tvær, Stella og
Cácilie, skipta með sér í eindrægni ást Fernandos, manns-
ins. Gangur þessa leikrits minnir að litlu leyti á þau ævi-
atriði Swifts, sem um var getið. Stellu-nafnið, sem Goethe
hefur tekið traustataki, myndar eins konar hugrenninga-
tengsl milli atriða þeirra, er leikritið f jallar um, og kvenna-
mála Swifts, en þar hefur Goethe einmitt fundið skyld-
leika við reynslu sjálfs sín, því að hann hvarflaði um þess-
ar mundir milli tveggja ástmeyja, Frederike Brion og Lili
Schönemann. Seinna sá Goethe þann kost vænstan að gera
harmleik úr Stellu með því að breyta leikslokunum, en þá
sögu er óþarft að rekja hér.
Johan Herman Wessel var samtíðarmaður Goethes,
norskur að uppruna, en ílentist í Danmörku og lifði lengst-
um lausingjalífi í Kaupmannahöfn. Wessel var víðlesinn
og smekkvís á bókmenntir, en öllu öðru framar orðlagður
háðfugl. Lengst mun nafn hans uppi fyrir gamanleikinn
Kærlighed uden Strömper, sem er skopstæling á lélegum
eftirhermum franskra leikrita, sem þá bar mjög á hjá
norskum skáldum af yngri kynslóðinni.
Árið 1784 hóf Wessel útgáfu vikublaðs, sem hann nefndi
Votre serviteur otiosis og skyldi birta gamankvæði eftir
hann. Varð fremur dauft yfir útgáfunni, og hætti blaðið
að koma út í júlí 1785, því að Wessel var þá farinn að
heilsu, enda dó hann í desember sama ár. I blaði þessu
birtist kvæðið Stella. Það er ekki beinlínis skopstæling
(parodia) á leikriti Goethes, heldur öllu fremur afbökun
eða hártogun (travestia), því að kvæðið er ekki í leikrits-
1) Sagan er að uppruna til þýzk þjóðsögn frá miðöldum um einn
greifanna af Gleichen i Thiiringen.