Skírnir - 01.01.1947, Síða 174
172
Andrés Björnsson
Skírnir
rímnasafni Finns, en í þeim er ekki nein veruleg efnis-
viðbót.
Skikkjurímur eru þrjár að tölu, 58, 44 og 85 (eða 83)
vísur í hverri rímu. Þær eru ortar unclir einföldum hátt-
um. Fyrsta ríman er með ferskeyttum hætti, önnur sam-
hent og sú þriðja stafhent.
Efni Skikkjurímna.
Fyrsta ríman hefst með lýsingu á Artúsi konungi, gjaf-
mildi hans og hreysti kappa hans. 1 kappatalinu telur
rímnahöfundur sjö hetjur Artús konungs. Þær eru þess-
ar: Valvin, sem er systursonur konungs, mikill riddari og
hestamaður, næstur kemur fvent, þá er talinn Errek, og
segir rímnaskáldið svo um hann:
Errek þótti jafn vi3 þeim
öðlings vinr enn fríði,
þessi flutti fegrsta heim
fallda-Rist úr stríði.
Næst er í kappatalinu nefndur Parcival, þá Estor og Idrus,
en síðastur Kæi ræðismaður, og segir um hann:
—• hæðnar berr hann hyggju strendr,
hælinn næsta i orði.
Enginn þessara manna vildi heita öðrum minni, og ekki
gat neinn þeirra unnt öðrum að sitja næstur konungi. Þá
hefst lýsing á sessi þeim, sem konungur sat í, á miðju
gólfi. Allir voru í jafnri fjarlægð frá honum. Sess kon-
ungs snerist sem sólin, svo að hann horfði líka á sérhvern
sinna manna.
Konungur vildi aldrei setjast til borðs, fyrr en honum
hafði verið borið eitthvert ævintýr eða nýjung. Þess vegna
ríða menn hans í allar áttir til þess að „heimta kóngi
fréttir".
Þá segir frá því, að konungur efndi til veizlu, og lýsir
rímnaskáldið þjóðum þeim, er sóttu veizluna. Telur hann
fyrstan kóng af Dvergalandi með sextíu dverga og drottn-