Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 221
Skírnir
Ritfregnir
219
litning á því, sem er hversdagslegt, flatt og grátt, baráttunni fyrir
munni og maga, og á venjum og hégóma. Og öll sýna þau tilraun
til að bjargast út úr þessu, út í hugsjónalíf og hugarflug, draum
og fegurðarþrá. Niðurstaðan er ailtaf jafnneikvæð, af því að ekki
er neitt undanfæri, það verður að velja um þetta tvennt. Það
skortir hugrekki og getu, heilan, heitan mannshug, til að láta
drauminn rætast, magna hann, láta hann verða að hreyfiafli í at-
höfn og lífi. Að flýja og fara einförum „uppi á heiðum“, svo að
vitnað sé til Ibsens (Paa vidderne), leiðir til ófrjósemi.
Sigurður Nordal sér fyrst og fremst það sem skoplegt er í smá-
bænum, þrönga sjóndeildarhringinn og molluloftið. Og alveg eins
skoplegur, en raunar ennþá aumlegri, er í leikritinu presturinn,
sem heldur að hann geri listdrauma sína að veruleika í þessu um-
hverfi með því að ,,hugsa“ stórt og djarft. Hann lætur, hálfsof-
andi, dagana líða framhjá sér og atvikin skáka sér til eins og peði
á taflborði, án þess að hafa manndáð í sér til að rísa gegn veldi
smáborgaraskaparins, og þó glatar hann svo sem ekki virðingunni
fyrir sjálfum sér. Því að hann heldur, að hann geti gerzt mikill hið
innra, og umhverfið hafi engin áhrif á það. Hann vill í einveru-
tign sinni skrifa bók, verk gætt miklum hugsunum, bók sem á að
lýsa aðeins einum manni, sjálfum honum.
Leikritið rís hæst í hinu mikla, dramatiska samtali sira Helga
við Jóhönnu, þegar hann ver þessa afstöðu. En hún er lifandr og
heit og mannleg. Hvaða skáldverk ætli það gæti orðið, spyr hún,
skapað af manni sem lifir eins og moldvarpa i holu og þorir ekki
einu sinni að fara einförum. ,,0g það er synd á móti heilagri jörðu
að tóra eins og þú, — að deyja eins og þú,“ segir hún við hann.
Þegar hann spyr: „Er ekki sagt, að hveitikornið beri ekki ávöxt,
nema það deyi?“ svarar hún: „En þá verður það að deyja í mold
og deyja heilt. Það vex ekkert upp af því, ef það er marið sund-
ur í mortéli og látið þorna þar.“ Það gerist mikið í þessu samtali,
á eftir er síra Helgi ekki samur og hann var, hann er sviptur hinu
sjálfumglaða móki sínu.
En það er of seint. Líf hans í sjálfbirgri einangrun hefui’ þegar
orðið viljaþrótti hans að meini. Eftir þetta reynir hann, vitandi og
óvitandi, að fylgja því sem Jóhanna stefnir að og tjáir, sönn í orð-
um og hrein í framkomu: að lifa lífinu í sannleika, með hug og'
skilningarvit opin fyrir öllum áhrifum, í samfélagi við aðra menn,
án þess að láta nokkurn tíma siðakreddur fjötra sig. A þennan hátt
vex hún og verður auðugri, og þessi mannslund verður kjarni list-
ar hennar. En honum mistekst. Að vísu hefur hann breytzt, svo að
hann vill sigrast á lítilmótlegu svefnmókinu, en honum auðnast
ekki að verða frjáls og heill maður. Hann slitnar sundur, verður
að tveimur hálfum mönnum, og er hvor fyrir sig fáránlegur, óhugn-